Í kvöld átti að vera fundur um ESB í Höllinni en honum hefur verið frestað. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hafa boltann í beinni í Hallarlundi, efri sal Hallarinnar sem var opnaður með pompi og prakt á dögunum. Tveir stórleikir verða á skjánum í Hallarlundi, Manchester City og Dinamo Kiev og svo Liverpool-Braga en möguleiki er að sjá þriðja leikinn ef áhugi er fyrir því.