Að kvöldi 28. desember síðastliðinn ruddust tveir menn inn í hús við Heiðarveg og höfðu í hótunum við einn íbúa hússins. Lögreglan var kölluð á staðinn og ræddi við þann sem hótað var en hann vildi lítið tjá sig við lögreglu varðandi atvikið og vildi ekki upplýsa um það hverjir þarna voru á ferð.