Enski miðjumaðurinn Bryan Hughes er hættur að spila með ÍBV og er farinn aftur til Englands. Miðjumaðurinn náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í búningi ÍBV í sumar, spilaði alls sjö leiki fyrir félagið og skoraði eitt mark í Valitorbikarkeppninni. Hughes var einu sinni í byrjunarliðinu, gegn Fjölni í bikarkeppninnil og skoraði einmitt í þeim leik. Hann var ekki í leikmannahópi ÍBV gegn Grindavík á laugardaginn.