“�?g fékk í gær afrit af töluvpósti sent á farþega Herjólfs þar sem fram kom að vandi væri með dýpi milli garða og hafði því samband við Vegagerðina,” sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, um stöðuna í Landaeyjahöfn í dag. “�?eir staðfestu að því miður hafi komið í ljós í lok síðustu viku að byrjað var að gæta grynnsla við austurgarðinn í Landeyjahöfn. �?að kom þeim á öðrum nokkuð á óvart enda hefur þetta ekki verið vandamál síðan 2011 eða 2012. Að sögn fulltrúa Siglingastofnunar var smátunga austan við höfnina í lok maí en hún var ekki stór og hefur oft verið stærri án þess að valda vandræðum.”
Erfitt er að segja með vissu hversu miklum truflunum þetta mun koma til með að valda en það verður ætíð háð mati og ákvörðunum skipstjóra á Herjólfi. “Ef til vill verður nauðsynlegt að fella niður ferðir á blússandi fjöru á meðan það er stórstreymt og ef veður verður ekki gott. �?g held ég fari rétt með að það verði stórsteymt frá og með næsta laugardegi þar til á fimmtudaginn í næstu viku og því vonandi að við fáum brakandi blíðu þann tíma. Ef alda verður há verða truflanir enn meiri. Eins og ég segi þá er það skipstjóra Herjólfs að meta aðstöðu hverju sinni og við treystum þeirra mati nú sem fyrr. Vonandi veldur þetta sem minnstri truflun á samgöngum,” segir Elliði og heldur áfram.
“Í samtölum mínum við Siglingastofnun hefur komið fram að þeir óskuðu þegar í stað eftir því að við að Björgun að þeir dýpki sem allra fyrst. Um leið var tekin staðan á getu JDN til að bregðast við en skip þeirra eru erlendis núna. �?ví miður er staðan sú að Dísa er í slipp í augnablikinu en það mun skýrast í dag eða á morgun hvenær þeir komast.”
Ástandið segir Elliði vera bagalegt og sýnir hversu lítið má út af bregða til að valda miklum vanda. “Skipið er ekki eingöngu gamalt og þar með bilanagjarnt heldur er það einnig of djúprist og hönnun þess ekki heppileg fyrir Landeyjahöfn. �?á er öllum löngu ljóst að gera þarf verulegar breytingar á höfninni og þá ekki síst því sem snýr að dýpisvandanum.
Staðan núna hlýtur að koma sem gula spjaldið á samgönguyfirvöld hvað stöðuna varðar og brýna þau í að klára þær aðgerðir sem tryggja eiga dýpi á þessu svæði.”