Friðbjörn Valtýsson, fráfarandi framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, er langt í frá sáttur við framkomu forráðamanna félagsins sem tilkynntu honum bréflega að krafta hans væri ekki óskað þegar kveikt yrði á blysunum, sem orðin eru hefð á sunnudagskvöldinu á þjóðhátíð.