Mengunarmæling fór fram í sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum í dag. Tekin voru sýni vegna magns díoxíns, ryks, kolmónoxíðs og fleiri efna í útblæstri frá brennslunni. Niðurstöður munu liggja fyrir eftir þrjár til fjórar vikur þar sem sýnin eru rannsökuð í Þýskalandi.