Um helgina spiluðu meistaraflokkar karla og kvenna leiki í Olís-deildunum. Fyrir báða leikina var búist við spennandi leikjum og sú var raunin.
Heima í Eyjum spiluðu stelpurnar okkar við sterkt lið Fylkis sem hafði verið á mikilli uppleið undanfarið þrátt fyrir tvö töp í síðustu tveimur leikjum. Fylkisstelpur tóku fljótt forystuna í leiknum sem var þó nokkuð óvænt.
Fylkisstelpur náðu mest níu marka forskoti en leiddu þær með fjórum mörkum í hálfleik. Síðari hálfleikur var einnig æsispennandi og tókst ÍBV að minnka muninn niður í eitt mark þegar lítið var eftir en nær komust þær ekki og eins marks tap því staðreynd.
Vera Lopes og Drífa �?orvaldsdóttir áttu báðar stórleik sóknarlega en þær skoruðu átta og níu mörk. Telma Amado og Ester �?skarsdóttir skoruðu einnig mikið og deildu tveimur mörkum bróðurlega á milli sín.
Meistaraflokkur karla tapaði einnig sínum leik en þeir heimsóttu Hauka á Ásvelli. Haukar tróna á toppi deildarinnar en þeir eru með ótrúlega sterkt lið, í upphafi virtust Eyjamenn ekki vera nein fyrirstaða fyrir Hauka sem komust í 6-0. Eyjamenn voru ekki lengi að koma sér aftur inn í leikinn þegar mörkin komu og var staðan 8-5 eftir tuttugu mínútna leik.
Eyjamönnum tókst að minnka muninn í tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks en þá fékk besti leikmaður Hauka að líta rauða spjaldið fyrir að kasta í andlitið á Stephen Nielsen úr vítakasti. Margir héldu að Eyjamenn myndu þá ganga á lagið og jafnvel vinna leikinn þar sem Janus Daði Smárason myndi ekki spila meira með heimamönnum.
Áfallið var þó meira fyrir ÍBV þar sem Stephen Nielsen gat ekki spilað meira í leiknum, hann hafði verið frábær þann tíma sem hann var inn á. ÍBV minnkaði muninn í eitt mark en svo stungu Haukar af á ný. Að lokum unnu þeir fimm marka sigur 29-24 sem var fyllilega verðskuldaður.
Agnar Smári Jónsson var markahæstur Eyjamanna með átta mörk en Grétar �?ór Eyþórsson gerði fimm stykki. Logi Snædal Jónsson spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik en hann meiddist tæpri mínútu eftir að hann kom inn á og gat ekki leikið meira.