Ég man að þegar heyskapi var lokið var öllum helstu nauðsynjum pakkað inní Rússajeppann hans afa og land lagt undir fót. Í þessum reisum var oftar en ekki gjarnan komið við á stöðum sem voru ekki í alfaraleið og myndu seint teljast til hefðbundinna ferðamannastaða, þó vissulega hafi hefðbundnir áfangastaðir líka verið sóttir heim. Á þessu flakki vorum við oftast fjögur; ég og Arnar frændi, afi og amma, þó einhverntíman hafi frænka mín og hennar maður bæst við.