Eig­andi Vik­ing Tours dæmd­ur fyr­ir skattsvik
27. júní, 2018

Lands­rétt­ur dæmdi á föstu­dag Sig­ur­mund Gísla Ein­ars­son í sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir skatta­laga­brot. Sig­ur­mundi var jafn­framt gert að greiða 33,5 millj­óna króna sekt til rík­is­sjóðs inn­an fjög­urra vikna eða sæta fang­elsi í tólf mánuði. Með dóm­in­um sneri Lands­rétt­ur við dómi Héraðsdóms Suður­lands sem sýknaði Sig­ur­mund af kröf­um ákæru­valds­ins, greinir mbl.is frá.

Sig­ur­mund­ur var dæmd­ur fyr­ir að hafa ekki staðið rík­is­sjóði skil á virðis­auka­skatti og staðgreiðslu op­in­berra gjalda, sam­tals að fjár­hæð 19.216.943 krón­ur.
Sig­ur­mund­ur var fram­kvæmda­stjóri, prókúru­hafi og eini stjórn­ar­maður Vik­ing Tours Vest­manna­eyj­um ehf. og eini stjórn­ar­maður og prókúru­hafi Guðmundu ehf. Hann bar fyr­ir sig við skýrslu­töku að hafa ekki haft um­sýslu fjár­mála fyr­ir­tækj­anna en Lands­rétt­ur sagði að meira þyfti til að koma svo litið yrði fram hjá þeim skyld­um sem að lög­um hvíla á stjórn­ar­manni og fram­kvæmda­stjóra einka­hluta­fé­lags.
Sig­ur­mundi var sem fyrr seg­ir gefið að sök brot á lög­um nr. 50/​1988 um virðis­auka­skatt fyr­ir að hafa ekki staðið rík­is­sjóði skil á virðis­auka­skatti, sem inn­heimt­ur var í rekstri einka­hluta­fé­lags­ins Vik­ing Tours Vest­manna­eyj­um, og brot á lög­um nr. 45/​1987 um staðgreiðslu op­in­berra gjalda fyr­ir að hafa ekki staðið rík­is­sjóði skil á staðgreiðslu op­in­berra gjalda, sem haldið var eft­ir af laun­um starfs­manna einka­hluta­fé­lag­anna Vik­ing Tours Vest­manna­eyj­um ehf. og Guðmundu ehf.
Sam­kvæmt lög­um um virðis­auka­skatt skal fé­sekt­ar­refs­ing vera allt að tí­faldri þeirri fjár­hæð sem und­an var dreg­in skýri skatt­skyld­ur maður t.a.m. af ásetn­ingi eða stór­kost­legu hirðuleysi rangt frá því er máli skipt­ir. Þá skal sekt­in aldrei vera lægri en tvö­föld sú fjár­hæð sem ekki var skilað eða greidd sam­kvæmt skilagrein.
Jafn­framt var fé­lag­inu Guðmundu ehf., sem skráð var á Sig­ur­mund, gert að greiða óskipt með Sig­ur­mundi 10,6 millj­óna sekt til rík­is­sjóðs.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst