Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og ekki nein alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en eitthvað var þó um útköll á skemmtistaði bæjarins vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. �?á var eitthvað um það að lögreglan þurfti að aðstoða fólk til síns heima þar sem fólk hafði farið út af hinum �??gullna meðalvegi�?? og átti erfitt með að rata heim.
�?rjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur utan vega, vanrækslu á notkun öryggisbeltis og ólöglega lagningu ökutækis.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í síðustu viku. Í öðru tilvikinu var um að ræða aftanákeyrslu á Strandvegi við gatnamót Flata. �?kumaður annarrar bifreiðarinnar kvartaði yfir eymslum í hálsi en annars urðu meiðsl ekki alvarleg. Nokkuð tjón varð á annarri bifreiðinni en lítið tjón varð á hinni.
Í hinu tilvikinu var um að ræða óhapp á gatnamótum Hásteinsvegar og Boðaslóðar þar sem ung stúlka á reiðhjóli hjólaði inn í hlið bifreiðar og féll af hjólinu. Stúlkan slapp án meiðsla frá óhappinu. Lítið sem ekkert tjón varð á hjólinu og bifreiðinni.