Það er óhætt að segja að tímasetningin á leik ÍBV og Hauka í 8-liða úrslitum Visabikars kvenna vekji athygli enda hefst leikurinn klukkan 16:00 á föstudag. Flestir eiga von á hörkuleik enda þótt Haukar leiki í úrvalsdeild og ÍBV í 1. deild, þá er munurinn ekki mikill á liðunum. Sem dæmi léku liðin tvo leiki í vetur og gerðu jafntefli í þeim báðum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega leiktíma er fyrst og fremst fjárhagsleg.