Ekki kominn heim fyrr en maður var kominn í Herjólfsdalinn
4. ágúst, 2017
�??�?egar þjóðhátíðin færist yfir á Breiðabakka er ég einmitt í stjórn Týs sem átti að halda �?jóðhátíðina árið 1973, ég var s.s. meðstjórnandi þá,�?? sagði Guðmundur �?. B. �?lafsson aðspurður út í hátíðina á gosárinu. �??�?að er strax farið að tala um það að Dalurinn sé ekki tilbúinn til að taka við þjóðhátíð en ég flutti eiginlega bara strax með fjölskylduna um leið og það var búið að gefa út að gosinu væri lokið, þann 4. júlí. �?annig við vorum komin eitthvað tíu dögum seinna út í Eyjar. Eggert heitinn Sigurlásson, Eggó, sem þá var formaður Týs, frétti að ég sé að flytja til Eyja og spyr mig hvort ég sé að fara að gera eitthvað og ég segist ætla að fara að vinna hjá Viðlagasjóði en hann biður mig um að bíða með það og í staðinn vinna svolítið fyrir Tý fyrir þessa �?jóðhátíð. Ef ég man rétt þá voru Kiddi á Skjaldbreið, sem þá var slökkviliðsstjóri, Gaui í Gíslholti og fleiri þegar staddir úti í Eyjum og vorum við einskonar þjóðhátíðarnefnd ásamt fleirum, man þetta reyndar ekki svo vel.�??
Eins og fyrr segir var þessi �?jóðhátíð einungis í einn dag og segir Guðmundur það hafa verið svolítið sérstakt. �??Daginn áður var reyndar kominn svolítill galsi í mannskapinn sem var að vinna í Eyjum m.a. hjá Viðlagasjóði og fleirum sem mættir voru á svæðið, það varð svona feiknar partí í gamla áhaldahúsinu, já bara skrall. En hátíðin sjálf var einungis einn dagur og eitt kvöld og voru ekki nema um 30 tjöld á svæðinu, þrátt fyrir uppstilltar götur ásamt veitingatjaldinu. �?að voru ekki það margir fluttir aftur til Eyja og nánast engir aðkomugestir, allt heimafólk.�??
Hreinsunin í Dalnum ekkert minna en kraftaverk
Árið eftir taka �?órararnir við keflinu og þá fer þjóðhátíðin að taka á sig kunnuglega mynd og minna meira á hefðbundna hátíð. �??Svona gengur þetta síðan, við í Tý verðum með �?jóðhátíðina 1975 og svo �?ór aftur 1976. En eftir það var það ákveðið af okkur í Tý, ég var þá formaður, að gera allt sem við gætum til að koma þjóðhátíðinni aftur í Herjólfsdal. �?etta var eiginlega ekki okkar �?jóðhátíð þarna á Breiðabakka, eins og eðlilegt var enda allt önnur umgjörð en við höfðum átt að venjast. Strax árið 1976 var því farið að vinna að því að hreinsa Dalinn og það voru stór svæði sem voru tyrfð því grasið kom mjög illa undan öskunni og var bara dautt. �?að var eiginleg bara kraftaverki næst hvað það komu margir að þessu og að þetta skyldi vera framkvæmanlegt,�?? segir Guðmundur um þetta þrekvirki.
Guðmundur og félagar voru þó hvergi nærri hættir og réðust strax í frekari framkvæmdir á svæði sem reyndust umdeildar. �??Við héldum síðan hátíðina árið 1977 eins og fyrr er getið og þá var strax farið að huga að öðrum framkvæmdum í Dalnum. �?á ákváðum við að steypa botninn í tjörninni en ég veit nú ekkert hvaða leyfi við höfðum á bakvið okkur í því enda voru ekki allir paránægðir með það. �?g hugsa við höfum eitthvað farið fram úr okkur þá og ekki fengið öll tilskilin leyfi, því það kom upp einhver umræða innan bæjarstjórnar um að við værum að ganga einhverjum skrefunum lengra en gott eitt þótti. En þannig er tjörnin núna og var þetta gert bæði til þess að fá einhverjar festingar fyrir skrautið og það sem sett er í tjörnina, gosbrunn og annað sem festa þarf niður. �?g held að þetta hafi ekki verið svo svakalega agalegt en höfum við gert þetta í leyfisleysi þá var það náttúrulega ekki til neinnar fyrirmyndar. �?g og aðrir vorum ungir á þessum tíma og létum svona lagað ekki þvælast fyrir okkur og gengum örugglega fram af einhverjum, ég reikna alveg fastlega með því.�??
Síðan þá hafa fleiri varanleg mannvirki litið dagsins ljós í Dalnum eins og öllum er kunnugt um og segir Guðmundur það ekkert nema jákvætt. �??Við höfum náttúrulega verið í Herjólfsdal síðan þá og er alveg stórkostlegt að sjá hvað það er búið að byggja upp og væri í raun ógjörningur að halda úti þjóðhátíð á hverju ári nema ef ekki væri fyrir þessi varanlegu mannvirki sem grynnka á vinnunni. En á þessum árum var þetta alveg eins og núna, allt unnið af sjálfboðaliðum en það er ekkert sjálfgefið að svona hátíð fari fram nema hafa þessi hundruð sjálfboðaliða á bakvið sig, bæði í því að koma þessu á laggirnar og halda utan um hátíðina, rukka inn og sjá um að þetta fari allt saman vel fram.�??
Kom aldrei til greina að blása �?jóðhátíðina af
Kom aldrei til greina að sleppa bara �?jóðhátíð 1973? �??Nei, það var strax talað um það að þetta væri það mikill partur af lífi Vestmannaeyinga að það jaðraði við algjöra uppgjöf ef við ætluðum að sleppa �?jóðhátíð. �?etta stóð náttúrulega allt og féll með því að það væri gefið leyfi á að halda �?jóðhátíð, að gosið væri búið og það var strax farið að tala um að halda hátíðina. �?að hefði náttúrulega aldrei verið haldið nein �?jóðhátíð nema það væri formlega búið að gefa það út að gosinu væri lokið en hugurinn stóð alla tíð á að halda hátíðina. Eins og ég segi þá hefði það örugg-
lega verið meiri háttar áfall fyrir þá sem þurftu að yfirgefa heimili sín og Eyjuna hefði �?jóðhátíð verið flautuð af, þá væri eiginlega allt farið,�?? segir Guðmundur og heldur áfram á svipuðum nótum.
�??�?að getur vel verið að það hafi verið einhverjar raddir um það að það væri bunugangur að stefna fólkinu aftur út í Eyjar þegar gosið var nýbúið, það kæmi mér ekki á óvart en ég bara man það ekki, ég heyrði þá allavega ekki mikið af því og hlustaði ekki mikið á það, eða aðrir sem að þessu stóðu. �?g held þetta hafi verið mjög þarft þó svo þetta hafi bara staðið yfir í einn dag, þjappað saman liðinu og sýnt það að við værum aldeilis ekki búin að gefast upp.�??
Var fólk alltaf með það bakvið eyrað að komast aftur inn í Dal? �??Já, það var alltaf vindasamara og einhvernvegin óhrjálegt þarna á Breiðabakka þó þar sé fallegt og gaman að vera á öllum stundum en maður var ekki kominn heim fyrr en maður var kominn í Herjólfsdalinn og það var alls ekkert sjálfgefið. �?g man að yfirskriftin á setningaræðu minni árið 1977 var á þá leið að nú værum við komin heim,�?? segir Guðmundur.
Aðspurður hvort Breiðabakkinn hafi verið eini lausi bletturinn á Eyjunni sem gat tekið við þeim fjölda sem safnast saman á �?jóðhátíð svarar Guðmundur því játandi. �??�?g held það. �?ó það hafi verið mikið ríkjandi austanátt í Vestmannaeyjum þá var hún ekkert svo afgerandi þegar mesta öskufallið var en hún tók engu að síður gríðarlega mikið vikur með sér í austanáttinni inn í Dal en ekki á Breiðabakka, enda hann syðst á Eyjunni og var þar ekki neitt sem þurfti að hreinsa. �?ar var bara allt klárt, túnin og allt saman, þannig það var bara sjálfgefið að fara þangað einmitt vegna þess. �?að var þá ekki verið að eyðileggja þau svæði sem voru veik fyrir vegna öskuþunga.�??
Fleiri þúsund fermetrar sem þurfti að tyrfa
Hvernig var aðkoman inni í Dal þegar þið eruð búin að ákveða að fara með �?jóðhátíðina aftur þangað 1977? �??�?að var vikur lengst upp í allar hlíðar og ekkert smá þykkt lag, þetta var alveg gríðarlegt magn. Svo fyrir utan allt torfið sem til þurfti en það var tyrft langt upp í hlíðar, fleiri þúsund fermetra. Menn stóðu þétt að því að klára þetta og var þetta mikið afrek,�?? segir Guðmundur en eins og áður segir var það mikið kappsmál fyrir íbúa Vestmannaeyja að komst aftur í Dalinn. En stóð það tæpt að þið mynduð ná að klára í tæka tíð? �??Nei, það var það ekki, því menn kláruðu allt að mestu sem sneri að hreinsun og tyrfingu áður en árið 1976 leið þannig að grasið og allt saman náði öllu vorinu 1977 til að ná sæmilegum gróanda. �?að var gæfuspor að taka þá ákvörðun 1976 að ráðast í þessa vinnu þannig allt yrði tilbúið tímanlega.�??
Hvernig var þessi �?jóðhátíð árið 1977 fyrir Vestmannaeyinga? �??Við vorum bara komin heim, svo voru bara fastir liðir eins og venjulega, hústjöldin og annað á sínum stað. �?arna var mikið af okkar fólki komið heim aftur, þó vissulega voru margir sem aldrei komu aftur, við fórum alveg niður í 3500 manns úr 5300 fyrir gos. En það var mikið af brottfluttu fólki sem kom og segir í blöðunum frá þessum tíma að það hafi verið fjölmenni þannig að þetta var bara dúndur, mikið fjör og ekki leiðinlegt að fá að vera formaður félagsins á svona stundu þegar þurfti að taka stórar ákvarðanir,�?? segir Guðmundur.
�?jóðhátíð er ekki úthrópað sukk og svínarí
Hvernig finnst þér þróun þjóðhátíðar hafa verið frá þessum tíma og til dagsins í dag? �??Mér finnst þróunin bara mjög góð í grunninn og það sem ég er ánægðastur með er að við erum að halda í þessa föstu liði og stærsti liðurinn í þessu öllu saman er að þetta er fjölskylduskemmtun en ekki sukk og svínarí eins og sumir úthrópa hátíðina. �?að er númer eitt, tvö og þrjú, þannig er hún upp sett. Brekkusöngurinn, sem kom með Árna Johnsen, blysin, sem ég held ég geti fullyrt að Friðbjörn Valtýsson hafi verið upphafsmaður að, brennan, flugeldasýningin, hvítu tjöldin og fjölskyldulífið, það finnst mér hafa þróast vel í gegnum árin. �?að sem mér þykir sorglegast af þessu öllu saman, af því þetta er svo mikil fjölskylduhátíð, er hvað örfáar raddir geta svert þessa hátíð og gert hana að einhverjum óskapnaði sem hún er alls ekkert, það þykir mér dapurlegast. �?etta er ein af stærstu fjölskylduhátíðunum sem haldin er á landinu og sú rótgrónasta,�?? segir Guðmundur.
�?ó svo fyrst hafi verið haldin þjóðhátíð árið 1874, fyrir um 143 árum síðan, þá segir Guðmundur hátíðina í ár vera þá 117. í röðinni og annað sé einfaldlega hagræðing á sögunni. �??Eftir því sem ég best veit er hátíðin í ár �?jóðhátíð nr. 117, það segja mér fróðari menn. �?að hefur verið svo mikið blaðrað um þetta og sumir hafa talað um að �?jóðhátíð hafi verið alveg frá 1874 og þetta sé því 143. hátíðin en það er bara vitleysa, við þurfum ekkert að vera að rugla söguna neitt. Hátíðin er einstök og miklu merkilegri uppákoma en margir gera sér grein fyrir. Forverar okkar hafa skilað góðu verki, sem ber að minnast og þakka fyrir,�?? segir Guðmundur að lokum.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.