Eldheimar skipa stóran sess í goslokahelginni hjá mörgum. Aðsókn er alla jafna mikil á safnið og ekki síður þá viðburði sem í boði eru á safninu þessa hátíðardaga sem fram undan eru. „Safnið hefur verið mjög vel sótt í kringum goslokin, bæði af goslokahátíðargestum, sem og öðrum ferðamönnum. Þetta er háannatíminn og því margir fleiri á ferðinni, en þeir sem eru á hátíðinni. Á Goslokum eru líka alltaf viðburðir í Eldheimum, bæði tónleikar og listsýningar. Þessir viðburðir hafa verið fjölbreyttir og fjölsóttir alveg frá upphafi,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima. Hún segir þessa fjölgun kærkomna eftir rólega tíma. „Sumarið fór
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.