Ekki hægt að gera mistök í að velja markmann hjá okkur
24. maí, 2011
Markvörðurinn reyndi Albert Sævarsson og Abel Dhaira frá Úganda hafa skipst á að standa í marki ÍBV það sem af er Pepsi-deildinni og hafa báðir staðið sig með ágætum. Albert hefur leikið þrjá leiki og Abel tvo en sá síðarnefndi stóð á milli stanganna gegn Keflavík í fyrradag þar sem Albert var veikur. Nokkra athygli hefur vakið að markverðirnir séu að skiptast á leikjum en Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV segist vera ánægður með báða leikmennina.