Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður Vals og íslenska landsliðsins, er með slitið krossband í hné og er því ljóst er að hún verður ekki meira með á þessu ári. Ekki nóg með að Elísa missir af öllu tímabilinu með Val, heldur missir hún einnig af EM í Hollandi með íslenska landsliðinu í sumar.
Elísa varð fyrir meiðslunum í vináttuleik Íslands og Hollands á dögunum og segir hún í samtali við fótbolti.net að hana hafi strax grunað að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað. Krossbandaslit virðast vera nokkuð algeng í boltanum í dag en þær Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen liðsfélagar hennar úr landsliðinu eru einnig að glíma við sömu meiðsli, sem og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagi Elísu úr Val sem varð fyrir samskonar meiðslum í vetur.