�?essa dagana kjósa félagsmenn verkalýðsfélaganna um kjarasamning sem Alþýðusamband Íslands samdi um við Samtök atvinnulífsins. Kosning hjá Stéttarfélaginu Drífanda gengur vel en góð mæting var á kynningarfund sem haldinn var af þessu tilefni, að sögn Arnars Hjaltalíns, formanns Drífanda. �??Við höfum verið að fara á vinnustaði til að gefa fólki kost á að kjósa. Síðasti dagur til að kjósa er á morgun, þriðjudag. Hvetjum við fólk eindregið til að nýta kosningaréttinn. Yfirleitt hefur verið einna mest þátttaka hér í Eyjum yfir landið og væri gaman að svo yrði áfram. �?rslit verða kynnt á miðvikudag.�??