Kvennaliðs ÍBV bíður erfitt verkefni á morgun, laugardag þegar stórlið Vals kemur í heimsókn. Valur er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eftir níu sigra og tvö jafntefli á meðan ÍBV er í fjórða sæti með 16 stig, átta sigurleikir en þrjú töp. �?eir sem fylgjast með handbolta, vita að Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið deildarinnar. Hins vegar er allt hægt í handboltanum, ekki síst þegar stuðningsmenn leggja sitt af mörkum en stelpurnar óska eftir góðum stuðningi gegn stórliðinu. Leikur liðanna hefst klukkan 13:30 og mikið væri nú gaman ef óvænt úrslit litu dagsins ljós. �?að eru meiri líkur á því ef allir leggjast á eitt. Hvar verður þú klukkan 13:30 á morgun?