Miðað við ölduspá eru ekki fyrirsjáanlegt hvenær hægt verður að opna Landeyjahöfn. Tíðafar það sem af er árinu hefur verið óhemju erfitt með tilliti til dýpkunar í Landeyjahöfn en við slíku má vissulega búast um hávetur, segir á vef Siglingastofnunar. Þar kemur einnig fram að frá því að sanddæluskipið Skandia kom til landsins hafi aðeins gefist rúmur sólarhringur til dýpkunar en ölduhæð þarf að vera undir tveimur metrum svo skipið geti athafnað sig.