UEFA eða Evrópska knattspyrnusambandið birti fyrir skemmstu grein á vef sínum þar sem Vestmannaeyjar eru í brennidepli. Kemur m.a. fram í greininni mikilvægi bæði Orkumótsins og TM-mótsins fyrir grasrót knattspyrnunnar á Íslandi en margar af helstu stjörnum Íslands í íþróttinni eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í þessum mótum.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast greinina í heild sinni
hér.