Síðustu helgi fór fram úrslitakeppni Coca-Cola bikarsins og voru þar tveir Eyjamenn í eldlínunni. Keppt var bæði í undanúrslitum og úrslitum í bikarkeppni karla og kvenna þar sem Stjarnan, með Heiðu Ingólfsdóttur innanborðs, varð bikarmeistari kvenna eftir sigur á Gróttu. Karlamegin urðu Valsmenn meistarar, einnig eftir sigur á Gróttu en með Valsmönnum spilar hornamaðurinn knái Vignir Stefánsson.