Eyjahjartað slær sem aldrei fyrr
26. mars, 2017
Eyjahjartað bauð upp á fjórðu dagskrá sína í Einarsstofu sunnudaginn 12. mars er Brynja Pétursdóttir, Gísli Pálsson og Páll Magnússon buðu upp á sannkallaða gleðiveislu. Kári Bjarnason var fundarstjóri og byrjaði á því að rifja upp að tilurð Eyjahjartans mætti rekja til hinna velheppnuðu Goslokahátíða árin 2012 og 2013 er einstaklingar sem misstu æskuslóðir sínar undir hraun komu saman og minntust liðinna daga. Kári sagðist í framhaldinu hafa sett sig í samband við einn forsprakkarann, Atla Ásmundsson og velt upp þeirri spurningu hvort ekki mætti halda áfram með sambærilegar dagskrár í Einarsstofu. Atli benti á Einar Gylfa Jónsson og �?uríði Bernódusdóttur og þau fjögur hafa síðan í sameiningu haldið utan um Eyjahjartað með Einar Gylfa sem formann hópsins. Kári bætti því við að þau hefðu búið til einfalda formúlu: Að fá skemmtilegt fólk til að segja á skemmtilegan hátt frá sínum skemmtilegu uppvaxtarárum í Vestmannaeyjum.
�?að var greinilegt á þeim þremur einstaklingum sem héldu erindi á sunnudaginn að þau fylgdu vandlega formúlunni. Brynja fór á kostum með mynd af öllum Kirkjubæjunum í forgrunni síns spjalls. Hún talaði frá hjartanu um sinn horfna heim og lýsingarnar hennar voru oft og tíðum hreint stórkostlegar, í senn glettnar og ljúfar. Í lok ræðu sinnar sagðist hún hafa skrifað niður töluvert af punktum til að tala útfrá en að hún hafi hreinlega gleymt að horfa á þá. Gísli kynnti nýja bók sína, Fjallið sem yppti öxlum, þar sem hann setur sjálfan sig og sitt horfna umhverfi í brennidepil sem hann fellir síðan í almennt samhengi. Greinilegt að bók hans verður fengur fyrir Eyjamenn enda Gísli einn þekktasti fræðimaður landsins. Lokaerindið átti Páll og var hann ekki að hlífa sjálfum sér enda fjallaði hann um miðbæjarvillingana, þar sem hann var sjálfur einn af hópnum sem ekki fylgdi alltaf hinni hárfínu línu laganna. Að lokum kynnti Kári átthagadeild Bókasafnsins, bækur sem fjalla um Vestmannaeyjar eða eru eftir Vestmannaeyinga og bað Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, sem hefur umsjón með þeim bókum að segja aðeins frá þeim. Sigrún kom í pontu og er greinilega á réttum stað í starfi enda skein ástríðan á verkefninu úr hverju orði.
�?essi stund leið undrafljótt og það er virkilega gaman að sjá hversu vel Eyjahjartað hefur slegið í gegn. Eina vandamálið er plássið því ljóst er að Einarsstofa er einfaldlega sprungin og mun ekki geta tekið með góðu móti við næstu dagskrá Eyjahjartans. Blaðamaður er þegar farinn að hlakka til, því það virðist vera endalaust framboð af skemmtilegu fólki að segja skemmtilega frá sínum skemmtilega tíma í Vestmannaeyjum. �?að var ekki laust við að blaðamaður hugleiddi með sjálfum sér á leiðinni heim: Hversu ríkar eru Eyjarnar okkar að það eina sem öllum sem koma og ræða um æsku sína dettur í hug er gleði �?? endalaus gleði yfir því að hafa fengið að alast hér upp.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.