Eyjahjartað bauð upp á fjórðu dagskrá sína í Einarsstofu sunnudaginn 12. mars er Brynja Pétursdóttir, Gísli Pálsson og Páll Magnússon buðu upp á sannkallaða gleðiveislu. Kári Bjarnason var fundarstjóri og byrjaði á því að rifja upp að tilurð Eyjahjartans mætti rekja til hinna velheppnuðu Goslokahátíða árin 2012 og 2013 er einstaklingar sem misstu æskuslóðir sínar undir hraun komu saman og minntust liðinna daga. Kári sagðist í framhaldinu hafa sett sig í samband við einn forsprakkarann, Atla Ásmundsson og velt upp þeirri spurningu hvort ekki mætti halda áfram með sambærilegar dagskrár í Einarsstofu. Atli benti á Einar Gylfa Jónsson og �?uríði Bernódusdóttur og þau fjögur hafa síðan í sameiningu haldið utan um Eyjahjartað með Einar Gylfa sem formann hópsins. Kári bætti því við að þau hefðu búið til einfalda formúlu: Að fá skemmtilegt fólk til að segja á skemmtilegan hátt frá sínum skemmtilegu uppvaxtarárum í Vestmannaeyjum.
�?að var greinilegt á þeim þremur einstaklingum sem héldu erindi á sunnudaginn að þau fylgdu vandlega formúlunni. Brynja fór á kostum með mynd af öllum Kirkjubæjunum í forgrunni síns spjalls. Hún talaði frá hjartanu um sinn horfna heim og lýsingarnar hennar voru oft og tíðum hreint stórkostlegar, í senn glettnar og ljúfar. Í lok ræðu sinnar sagðist hún hafa skrifað niður töluvert af punktum til að tala útfrá en að hún hafi hreinlega gleymt að horfa á þá. Gísli kynnti nýja bók sína, Fjallið sem yppti öxlum, þar sem hann setur sjálfan sig og sitt horfna umhverfi í brennidepil sem hann fellir síðan í almennt samhengi. Greinilegt að bók hans verður fengur fyrir Eyjamenn enda Gísli einn þekktasti fræðimaður landsins. Lokaerindið átti Páll og var hann ekki að hlífa sjálfum sér enda fjallaði hann um miðbæjarvillingana, þar sem hann var sjálfur einn af hópnum sem ekki fylgdi alltaf hinni hárfínu línu laganna. Að lokum kynnti Kári átthagadeild Bókasafnsins, bækur sem fjalla um Vestmannaeyjar eða eru eftir Vestmannaeyinga og bað Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, sem hefur umsjón með þeim bókum að segja aðeins frá þeim. Sigrún kom í pontu og er greinilega á réttum stað í starfi enda skein ástríðan á verkefninu úr hverju orði.
�?essi stund leið undrafljótt og það er virkilega gaman að sjá hversu vel Eyjahjartað hefur slegið í gegn. Eina vandamálið er plássið því ljóst er að Einarsstofa er einfaldlega sprungin og mun ekki geta tekið með góðu móti við næstu dagskrá Eyjahjartans. Blaðamaður er þegar farinn að hlakka til, því það virðist vera endalaust framboð af skemmtilegu fólki að segja skemmtilega frá sínum skemmtilega tíma í Vestmannaeyjum. �?að var ekki laust við að blaðamaður hugleiddi með sjálfum sér á leiðinni heim: Hversu ríkar eru Eyjarnar okkar að það eina sem öllum sem koma og ræða um æsku sína dettur í hug er gleði �?? endalaus gleði yfir því að hafa fengið að alast hér upp.