Síðastliðinn laugardag fór fram hin árlega Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja með pompi og prakt. �?að er hefð fyrir því að stelpurnar sem taka þátt velji sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Sóldís Eva Gylfadóttir sem hlaut titilinn í ár. Sóldís Eva er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Sóldís Eva Gylfadóttir.
Fæðingardagur: 07.07. 1999.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Gylfi Viðar og Sólrún Erla. Systkini mín heita Sigrún Bryndís og Ingi Gunnar.
Draumabíllinn: Draumabíllinn minn er hvít Tesla.
Uppáhaldsmatur: Heimagert crépes, naut og ella-bernaise.
Versti matur: Slátur.
Uppáhalds vefsíða: www.facebook.com/sigrun7, instagram og fotbolti.net.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Beyonce og íslensk klassík.
Aðaláhugamál: Aðaláhugamálin mín eru íþróttir, vinir og utanlandsferðir.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?ff, er ekki viss.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fallegustu staðirnir sem ég hef komið á er að sjálfsögðu Heimaey og einnig Bahamas.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþróttamaðurinn minn er Lionel Messi. Uppáhalds íþróttafélögin mín eru ÍBV, Arsenal og FCB.
Ertu hjátrúarfull: �?g get ekki sagt að ég sé hjátrúarfull.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fótbolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ekkert uppáhalds.
Hvernig upplifun var að taka þátt í Sumarstúlkunni: �?að var skemmtilegt að taka þátt í Sumarstúlkunni og allt sem tengdist henni æfingar, óvissuferðin og lokadagurinn. Maður kynntist öllum stelpunum mun betur og einnig var frábær framkvæmdastjóri sem sá um okkur. �?að var fínt að prufa eitthvað öðruvísi en maður er vanur að gera.
Mælir þú með því fyrir stelpurnar sem eru árinu yngri: Já, ég mæli með því.