ÍBV steinlá fyrir ÍA á heimavelli í dag en lokastaða var 1:4. Arnar Már Guðjónsson kom gestunum á bragðið með góðu marki skömmu fyrir leikhlé er hann smellti boltanum viðstöðulaust á lofti í markið. �?órður �?orsteinn �?órðarson tvöfaldaði síðan forystuna snemma í seinni hálfleik úr aukaspyrnu en skömmu seinna minnkaði Pablo Punyed muninn niður í eitt mark, einnig með aukaspyrnu. Albert Hafsteinsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson gerðu síðan sitt markið hvor undir lok leiks en Hafsteinn Briem hafði fengið rautt spjald nokkru áður. Lokastaðan 1:4 eins og fyrr segir og Skagamenn með sín fyrstu stig á leiktíðinni.