Eyjamenn láta ekki hafa sig að fíflum aftur
22. janúar, 2017
�??Hún var ísköld kveðjan sem nýr forsætisráðherra sendi Eyjamönnum og Suðurkjördæmi öllu þegar hann ákvað að enginn af lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu ætti sæti í nýrri ríkisstjórn. �?etta gerði hann þrátt fyrir að flokkurinn næði hvergi betri árangri á landinu öllu í kosningunum í haust. �?etta er umhugsunarefni og þó ekki síður sú staða, að nú er við völd ríkisstjórn sem við með sanni getum kallað borgarstjórn,�?? sagði �?mar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta við afhendingu Fréttapýramídanna í gær.
�??Á síðasta kjörtímabili átti Suðurkjördæmi tvo ráðherra en samt var á brattann að sækja hjá Eyjamönnum í samgöngu- og heilbrigðismálum. Á þeirra vakt er staðan sú að það heyrir til undantekninga að Eyjakonur fæði börn sínu í Vestmannaeyjum. Á síðasta ári voru þau þrjú en 40 komu í heiminn uppi á landi,�?? sagði �?mar einnig.
Hann sagði þessa fáránlegu stöðu gera miklar kröfur til Eyjamanna á þingi sem eru Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki og Smári McCarthy Pírötum. �??Við verðum líka að standa við bakið á þeim og koma því á framfæri að við erum ekki sátt.�??
�?mar sagði mikla stemningu hafa verið í Vestmannaeyjum í kringum prófkjör Sjálfstæðismanna í haust sem skilaði Eyjapeyjunum Palla og Ása í fyrsta og annað sætið. �??Náði þátttakan langt út fyrir raðir flokksins en sennilega finnst mörgum að til einskis hafi verið barist. Og sumir munu hugsa sem svo, ég læt ekki hafa mig að fífli aftur.�??
�??En af hverju þykir allt í lagi að ganga fram hjá okkur Eyjamönnum?,�?? spurði �?mar og hélt áfram. �??Líklega getum við þakkað það fjölmiðlum og ekki síst Ríkistútvarpinu sem ekki slær af þegar hægt er að segja slæmar fréttir frá Eyjum. �?að væri svo sem allt í lagi ef einhvern tíma kæmu þar jákvæðar og huggulegar fréttir frá Vestmannaeyjum. Nú ætla ég að spyrja ykkur, man einhver hér inni eftir jákvæðri frétt eða umfjöllun um Vestmannaeyjar í R�?V okkar allra, á síðustu misserum?
�?að var reyndar eins og mildur blær úr suðri að heyra rödd Sighvats Jónssonar í umfjöllun um ráðstefnu um náttúruvá sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri stóð fyrir í síðustu viku. �?arna var rætt á faglegan hátt og upplýsandi um mál sem skiptir okkur sem hér búum miklu.
�?etta er sami lögreglustjóri og fær stofnunina til að skjálfa fyrir hverja þjóðhátíð og ata okkur auri sem hér búum. �?g nenni ekki að hafa álit á öðrum fjölmiðlum en á meðan ég neyðist til að leggja í púkkið leyfi ég mér að hafa skoðun á því sem kemur frá R�?V.�??
�?mar sagði Eyjamenn ekki þurfa að biðjast afsökunar á að vera til og þeir eigi víða hauka í horni þó R�?V verði seint talið í þeim hópi. �??Hér er öflugt atvinnulíf, góðir skólar og menning stendur hér í meiri blóma en oft áður. Til dæmis eru bæði Sindri Freyr og Júníus Meyvant tilnefndir til hlustendaverðlauna FM-957. Við eigum fulltrúa, þau Alexander Jarl og Silju Elsabetu í bestu söngskólum í London og stutt er síðan Rúnar Kristinn útskrifaðist í London. �?að má lengi halda áfram í þessari upptalningu og eru handhafar Fréttapýramídanna fyrr og nú verðugir fulltrúar okkar hvar sem er.
�?að má líka nefna Oddgeir, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum, Binna í Gröf og marga fleiri sem skarað hafa fram úr. Við eigum líka fólk sem skarað hefur fram úr í íþróttum, Torfa Bryngeirs, Ásgeir Sigurvinsson, Hemma Hreiðars, Írisi Sæm, Andreu Atla, Margréti Láru og ÍBV-íþróttafélag sem hefur náð fleiri titlum á sínum 20 árum en nokkurt annað félag í handbolta og fótbolta. Svo megum við ekki gleyma honum Heimi Hallgríms, landsliðsþjálfara sem gerði Lars Lagerbeck að besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári.
Allt ólst þetta fólk upp hér og tók út sinn þroska. Auðvitað eru Vestmannaeyjar ekki 100% samfélag og verða seint og alltaf verða einhver verkefni sem þarf að leysa. Númer eitt er að hér sé ásættanleg sjúkraþjónusta sem unga fólkið sættir sig við og hitt eru samgöngurnar sem eru lykillinn að því að þetta samfélag nái að dafna og vaxa í framtíðinni,�?? sagði �?mar og hvatti viðstadda að endingu til að standa vörð um Vestmannaeyjar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.