ÍBV og Víkingur R. mættust í 3. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þar sem heimamenn höfðu betur 1:0. �?ess má geta að Kristján Guðmundsson, þjálfari Eyjamanna, gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá 5-0 tapinu gegn Stjörnunni í umferðinni á undan. �?eir Derby Carrillo, Kaj Leo í Bartalsstovu, Arnór Gauti Ragnarsson, Felix �?rn Friðriksson og Gunnar Heiðar �?orvaldsson tóku sér sæti á varamannabekknum og inn komu þeir Halldór Páll Geirsson, Hafsteinn Briem, Devon Már Griffin, Sigurður Grétar Benónýsson og Atli Arnarsson.
Sterk austanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir en liðið sem var á móti vindi átti oft og tíðum í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram á völlinn og þá heldur Eyjamenn en liðsmenn Víkings. �?að kom þó ekki í veg fyrir að Álvaro Montejo, framherji Eyjamanna, náði að skila boltanum í netið eftir um 15. mínútna leik eftir góðan undirbúning Sigurðar Grétars Benónýssonar sem tókst með þrautseigju að koma boltanum langleiðina að marklínunni.
Miður skemmtilegt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þegar Devon Már Griffin, varnarmaður Eyjamanna, og Geoffrey Castillion, leikmaður Víkings, lentu í samstuði sem varð til þess að sá fyrrnefndi þurfti að yfirgefa völlinn á börum en í ljós hefur komið að hann er fótbrotinn. Fram að þessu atviki hafði Devon átt mjög góðan leik í vörn ÍBV og því virkilega svekkjandi fyrir hann sjálfan sem og liðið ef hann verður lengi frá. Í síðari hálfleik buðu liðin ekki upp á neina flugeldasýningu og einkenndist leikurinn að mestu af baráttu.
Undir lok leiks var Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, ekki fjærri því að tvöfalda forystu Eyjamanna en gríðarlega föst aukaspyrna hans fór hárfínt framhjá marki andstæðinganna.
Með sigrinum komust Eyjamenn upp fyrir Víking R. en liðið er í áttunda sætinu með fjögur stig. Eftir skellinn í síðustu viku gegn Stjörnunni verða þessi úrslit að teljast virkilega góð og mjög jákvætt að sjá liðið halda markinu hreinu. Næsti leikur ÍBV verður í dag kl. 18:00 en þá mæta Eyjamenn 4. deildar liðinu KH í Borgunarbikarnum.
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur við úrslitin þegar blaðamaður hafði samband við hann. Varstu ánægður með hvernig leikmenn mættu til leiks eftir skellinn gegn Stjörnunni? �??Já, það var mikil einbeiting í hópnum og við duttum bara inn á rétta stillingu, framkvæmd og hugarfar. �?etta var það sem þurfti til og er nóg í bili.�??
�?ú gerðir fimm breytingar á byrjunarliðinu fyrir leik, ertu enn að finna rétta liðið eða eru þetta skilaboð um að enginn á öruggt sæti? �??Blanda bara, það var greinilega eitthvað rangt við Stjörnuleikinn og við þurftum að finna aðra blöndu. Við verðum bara að bíða og sjá hvort þetta dugar,�?? segir Kristján.
Nú hefur komið í ljós að Devon er fótbrotinn, er tímabilið úti hjá honum? �??Hann verður í sex vikur í gipsi og svo fer hann í aðgerð þannig það er möguleiki að hann nái í skottið á mótinu. �?etta er mjög leiðinlegt, í ljósi þess að hann var búinn að brjóta sér leið í liðið en hann kemur sterkur til baka,�?? segir Kristján að lokum