Í kvöld klukkan 19.15 tekur ÍBV á móti KR í 32ja liða úrslitum Vísabikarkeppni karla. Oftar en ekki hefur verið talsverður rígur á milli félaganna tveggja, KR-ingar hafa þó yfirhöndina í leikjum liðanna, hafa unnið 37 leiki, 21 sinnum hefur orðið jafntefli og ÍBV hefur haft betur í 25 skipti. Liðin mættust í fyrsta sinn 7. júlí 1968 á Hásteinsvellinum og höfðu KR-ingar þá betur 0:3. Síðast mættust liðin í Lengjubikarnum í febrúar og KR-ingar höfðu þá einnig betur, 1:4.