Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði fyrir Keflavík í Lengjubikarnum í gær en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 3:1 en Ian Jeffs jafnaði metin 1:1 í fyrri hálfleik. Eyjamenn hafa leikið fjóra leiki í 2. riðli A-deildar Lengjubikarsins, tapað þremur en unnið einn. Myndband af mörkum úr leiknum má sjá á SportTV en linkur inn á myndbandið má nálgast hér að neðan.