Um síðustu helgi fór fram fundur á vegum HSÍ vegna yngri flokka. Þar var okkur Eyjamönnum hrósað mikið fyrir frábæra skipulagningu á þeim mótum sem haldin hafa verið hér í Eyjum. Skiptir þetta okkur miklu máli varðandi úthlutun móta á vegum HSÍ. Menn viðruðu þá hugmynd að festa mót í ákveðnum aldursflokkum hér á hverju ári. Það gæti auðveldað skipulagningu og við gætum þróað skemmtilegt mót.