Í gær kom saman framkvæmda- og hafnarráði þar sem miklar bókanir fóru fram en m.a var kynnt ráðning á nýjum Slökkviliðsstjóra en Friðrik Páll Arnfinnsson hefur verið ráðin. Georg Eiður Arnarsson, fulltrúi Eyjalistans bókaði þá;
,,�?trúlega illa staðið að þessu öllu saman og að mínu mati alls ekki á samræmi við starfsreglur, en að mínu mati hefði átt að bjóða vara slökkviliðsstjóra stöðuna, enda starfað yfir 40 ár í slökkviliðinu og hafði svo sannarlega áhuga á starfinu.
Að öðru leyti hefði átt að auglýsa stöðuna, en þar sem fyrir liggur ráðning á Friðriki Páli Arnfinnsyni, þá vill ég fyrir hönd okkar á Eyjalistanum óska honum til hamingju með starfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni.”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau Sigursveinn �?órðarson, Jarl Sigurgeirsson, Sæbjörg Snædal Logadóttir og Sindri �?lafsson bókuðu;
,,Ef fulltrúi E-listans er ósáttur við þá verkferla sem unnið er eftir af starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar er honum bent á að fara rétta leið til þess að ná fram breytingum á þeim verkferlum, frekar en að ráðast að starfsmönnum bæjarfélagsins í pólitískum tilgangi.”
Í kjölfarið var farið yfir verklag kjörinna fulltrúa í framkvæmda- og hafnarráði og þær skyldur sem kjörnum fulltrúum ber að inna af hendi. �?ar bókaði meirihluti eftirfarandi bókun;
,,Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs telur mikilvægt að fulltrúar ráðsins vandi umfjöllun sína á opinberum vettvangi og kynni sér vel siðareglur kjörinna fulltrúa. �?að er eitt að takast á um málefni líðandi stundar en annað að væna einstaklinga um óheilindi í störfum. Sérstaklega ámælisvert er þegar starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eru vændir um að hafa aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni bæjarbúa.
Fulltrúi minnihlutans í framkvæmda- og hafnarráði hefur veist ómaklega að starfsmönnum bæjarins með ummælum sem krefjast frekari skýringar. Fulltrúinn hefur haft mörg orð um “hirð” bæjarstjórans og að hans stefna sé að koma einhverjum úr hirðinni inn í allar stjórnir og allar stofnanir á vegum bæjarins. Fulltrúi E-listans tekur tvo starfsmenn Vestmannaeyjabæjar sérstaklega fyrir í grein sinni, annars vegar framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og hins vegar nýráðinn slökkviliðsstjóra í Vestmannaeyjum. Eins lætur fulltrúi E-listans að því liggja að allir þeir sem fara með ábyrgðarstöður á vegum bæjarins komi úr þröngum hópi.
Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs telur nauðsynlegt að fulltrúi E-listans í ráðinu útskýri frekar ummæli sín. Telur fulltrúi E-listans að margir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar séu ekki starfi sínu vaxnir vegna tengsla við umtalaða “hirð” bæjarstjórans? Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar og aðrir hljóta að velta því fyrir sér hverjir séu starfandi hjá bænum vegna eigin verðleika og hverjir séu þar sem hluti hinnar meintu hirðar? Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs hefur áhyggjur af því að þeir starfsmenn sem í framtíðinni verða ráðnir til starfa hjá Vestmannaeyjabæ verði skilgreindir sérstaklega af E-listanum sem fulltrúar bæjarstjórans við vinnu sína. Meirihluti Framkvæmda- og hafnarráðs krefst svara frá fulltrúa E-listans um hvaða verklagsreglum hafi ekki verið farið eftir við ráðningu hjá Vestmannaeyjabæ. Við veltum svo einnig fyrir okkur hvort það geti þótt eðlilegt af pólitískt kjörnum fulltrúum að ráðast með hálfkveðnum vísum að starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar og hvort það sé til þess fallið að auka traust og trúnað á milli kjörinna fulltrúa og starfsmanna?
Rétt væri og þarft ef fulltrúi E-listans tæki afstöðu til þessara vangaveltna og útskýrði hvað liggi að baki þessum ummælum sínum.
Fulltrúi E-listans kvartar sáran yfir meðferð meirihlutans á þeim tillögum sem hann hefur lagt fram og fullyrðir að þeim öllum hafi verið hafnað af meirihlutanum. Í því sambandi telur meirihluti framkvæmda- og hafnarráð nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:
Frá því að umræddur fulltrúi E-listans settist í framkvæmda- og hafnarráð síðastliðið sumar hefur hann lagt fram fimm tillögur. Fyrsta tillaga fulltrúans var lögð fram 3. nóvember sl. þar sem hann lagði fram tillögu um að framkvæmdastjóri ræddi sérstaklega við forstöðumann Náttúrustofu Suðurlands um framkvæmd á nýju áhættumati, á hrunhættu í fjöllunum í Vestmannaeyjum. Ráðið samþykkti að fara þá leið með málið að það yrði kannað í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi hvort þörf væri á slíku endurmati. Varla getur það talist synjun ef málum er vísað í réttan farveg?
Á sama fundi kom fulltrúi E-listans með tillögu um að strax yrði ráðist í að koma upp flotbryggju með landgangi við Eiðisfjöru og sérstakt samstarf í suðlægum áttum við aðila innan ferðaþjónustunnar. Einnig hljóðaði tillagan á þann veg að binda hendur ferðaþjónustuaðila í rekstri eða fjármögnun á þessari aðstöðu, sem fulltrúum meirihlutans fannst fráleitt að senda frá sér. Mál er varða bætta aðstöðu skemmtiferðaskipa voru þá þegar búin að vera til umræðu og taldi framkvæmda- og hafnarráð mánuði áður (þar með talinn umræddur fulltrúi E-listans) nauðsynlegt að kanna alla möguleika til hlýtar áður en ákvörðun yrði tekin. Var þar samþykkt samhljóða að fela framkvæmdastjóra að kanna kostnað við nauðsynlegar rannsóknir vegna hugsanlegs legukants í Skansfjöru. �?að hefði því verið í hæsta máta óeðlilegt og óábyrgt af framkvæmda- og hafnarráði að samþykkja slíka ótímabæra tillögu E-listans.
Fulltrúi E-listans lagði til að Vestmannaeyjahöfn legði út í kostnað við að koma upp læstum hliðum við flotbryggjur í eigu Vestmannaeyjahafnar. Erindinu var vissulega hafnað en framkvæmdastjóra falið að ræða við notendur aðstöðunnar. Málið sett í farveg en ekki tekin óábyrg afstaða um fjárútlát án þess að kanna til hlítar nauðsyn þess. Engin formleg erindi hafa borist frá notendum þessarar þjónustu um slíkan búnað.
Einu máli var vissulega hafnað og það var tillaga fulltrúa E-listans um stofnun nefndar um möguleika Eyjamanna á vistvænni orkuframleiðslu í framtíðinni. Fulltrúar meirihlutans töldu málið ekki heyra undir ráðið enda væri það frekar í höndum bæjarstjórnar Vestmannaeyja að móta slíka stefnu, eða stofna slíka nefnd.
Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs harmar þá óbilgjörnu umræðu um störf kjörinna fulltrúa og starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem fulltrúi E-listans hefur staðið fyrir. Að halda því fram að fulltrúar í ráðum og nefndum á vegum bæjarins beri ekki hagsmuni bæjarbúa fyrir brjósti, heldur gangi þar erinda eins manns eru alvarlegar ásakanir sem fulltrúi E-listans verður að skýra betur og benda á dæmi um. Annars hlýtur að vera eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá umræddum fulltrúa.
Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs endurtekur og ítrekar óskir sínar um að umræddur fulltrúi E-listans kynni sér vandlega siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ.”
Fulltrúi Eyjalistans bókað þá;
,,�?g harma það að bæði framkvæmdastjóri, formaður og varaformaður Framkvæmda- og hafnarráðs hafi farið með ósannindi varðandi upplýsingagjöf til handa fulltrúum Eyjalistans í Framkvæmda- og hafnarráði er varðar ráðningu slökkviliðsstjóra.”