Í gær seldist síðasti miðinn í forsölu á stórleik B-liðsins og ÍBV sem fer fram í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar á morgun klukkan 19:00. Þessi mikli áhugi á leiknum þarf ekki að koma neinum á óvart, enda verður öllu til tjaldað, skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik og betri stofa B-liðsins verður opnuð. Forráðamenn B-liðsins hafa nú látið undan óbærilegum þrýstingi og fengið undanþágu fyrir 100 aukamiðum, sem verða seldir í Tvistinum.