Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða felur í sér aukna miðstýringu. Þetta er mat framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Samkvæmt frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær á að auka skötuselskvóta um 2000 tonn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, gagnrýnir að ekki eigi að úthluta auknum skötuselskvóta til þeirra sem eiga hlutdeild í honum.