Í dag verður 64 síðna blaði um Vestmannaeyjar dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu og til lesenda Morgunblaðsins úti á landi, í allt um 70.000 eitnök. �?að er mikið átak fyrir litla ritstjórn að gefa út þetta stórt blað sem kynna á Vestmannaeyjar og hvað Eyjamenn eru að gera. Auðvitað verður því ekki öllu gerð skil en víða er stungið niður fæti þannig að þetta kynningarblað um Vestmannaeyjar stendur nokkuð vel undir nafni. Auk þess er hægt að lesa blaðið hér að neðan og inniheldur það nokkur myndbönd.
Hver er kveikjan? Kannski fyrst og fremst metnaður ritstjórnar sem fann strax fyrir miklum velvilja þegar hugmyndin var kynnt fólki. Uppleggið var að draga upp jákvæða mynd af mannlífi og atvinnulífi í Vestmannaeyjum og þar er af nógu að taka. �?essu viljum við koma á framfæri til landsmanna.
Sérstaða samfélagsins er að vera staðsett á eyju og hefur Eyjamönnum lærst að vera sjálfum sér nægir á sem flestum sviðum. Hér eru verslanir óvenju margar miðað við íbúafjölda og vekja athygli ferðamanna fyrir fjölbreytt vöruúrval og hagstætt verð. Veitingahús í Eyjum eru í flokki með þeim bestu á landinu og hefur hróður þeirra borist út fyrir landsteinana.
Söfn eru mörg og þykja með því besta sem þekkist hér á landi eins og sjá má í blaðinu. �?á er hér öflugt menningarlíf sem m.a. tengist söfnunum. Leikfélag Vestmannaeyja hefur sett hvert aðsóknarmetið á undaförnum árum og hlýtur það að teljast til tíðinda þegar rúmur fjórðungur bæjarbúa mætir á eina sýningu.
Eyjamenn eru veisluglaðir og kunna að skemmta sér og öðrum. �?að sýna �?jóðhátíðin sem er fjölskylduhátíð í sérflokki og það saman má segja um �?rettándagleðina sem hvergi er glæsilegri en í Eyjum. Goslokahátíð hefur þróast í að verða ein allsherjar menningarveisla og er sennilega stærsta ættarmót landsins. �?á má ekki gleyma íþróttamótunum sem draga til sín þúsundir á hverju ári.
�?essu öllu eru gerð skil í blaðinu og vonum við að lesendur kunni að meta það sem við höfum fram að færa.
Eyjafréttir vilja þakka öllum sem hafa stutt okkur með einum eða öðrum hætti við útkomu þessa blaðs og vonumst til að standa undir væntingum.
�?mar Garðarsson, ristjóri.