Svakalegt nágrenni á Reglubrautinni

„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni. Og áfram er haldið: […]
Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]
Dagskrá laugardags á Goslokunum

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er með hinu glæsilegasta móti í ár og stendur fram á Sunnudag. Aðal herlegheitin fara fram um helgina og hér fyrir neðan má sjá einfaldaða útgáfu af dagskrá laugardagsins. Barnadagskrá 13:00 – Goslokalitahlaup (frekari upplýsingar hér) 13:40 – Vigtartog Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn VÆB Íþróttaálfurinn Andri Eyvindar með brekkusöng fyrir börnin 13-16 […]
Segja frumvarpið fela í sér eignaupptöku

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur að frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði feli í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sem geti leitt til skaðabótaskyldu. Í umsögn sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sendi inn vegna frumvarpsins segir m.a. að um stórvægilegt mál sé að ræða þar sem lögð er til sú breyting að örorkulífeyrir og tengdar […]
Rafstrengjunum spólað á milli skipa

Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur skipið BB Ocean verið í Eyjum að undirbúa lagningu tveggja nýrra rafstrengja milli lands og Eyja. Í þessari viku kom svo skipið Aura til Vestmannaeyja. Það er skipið sem mun leggja strengina í haf. Þá kom í byrjun vikunnar skipið UML Valentina en það kom með […]
Heimsklassa Gin þar sem vindar og veður ráða för

„Ég er stofnandi Ólafsson Gin sem er vinsælasta Gin á Íslandi en hætti þar öllum daglegum afskiptum árið 2021. Hef þó verið með annan fótinn í áfengisbransanum og velt fyrir mér hvað sniðugt er hægt að gera. Hef ferðast um heiminn og kynnt íslenskt Gin og er alltaf spurður að því hvað sé svona sérstakt […]
Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]
Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]
Áhrifin verði metin og hækkunin innleidd í skrefum

Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki. Á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum var Róbert Ragnarsson meðal frummælenda. Hann er ráðgjafi hjá KPMG, stjórnmálafræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Grindavík […]
Slippurinn- Fjórtán ára ævintýri lýkur í haust

Gísli Matt, matreiðslumeistari, er kominn af sægörpum í báðar ættir. Langafi hans, Binni í Gröf á Gullborgu VE, var í mörg ár fiskikóngur Vestmannaeyja um miðja síðustu öld og lifandi goðsögn. Afinn og pabbinn sóttu líka gull í greipar Ægis en nú stendur afkomandinn á bryggjunni, velur besta fiskinn og matreiðir rétti sem laða hingað […]