Svakalegt nágrenni á Reglubrautinni

„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við  Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni. Og áfram er haldið: […]

Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]

Dagskrá laugardags á Goslokunum

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er með hinu glæsilegasta móti í ár og stendur fram á Sunnudag. Aðal herlegheitin fara fram um helgina og hér fyrir neðan má sjá einfaldaða útgáfu af dagskrá laugardagsins. Barnadagskrá  13:00 – Goslokalitahlaup (frekari upplýsingar hér) 13:40 – Vigtartog Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn VÆB Íþróttaálfurinn Andri Eyvindar með brekkusöng fyrir börnin 13-16 […]

Segja frumvarpið fela í sér eignaupptöku

Lifeyrissj TMS IMG 1101

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur að frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði  feli í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sem geti leitt til skaðabótaskyldu. Í umsögn sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sendi inn vegna frumvarpsins segir m.a. að um stórvægilegt mál sé að ræða þar sem lögð er til sú breyting að örorkulífeyrir og tengdar […]

Rafstrengjunum spólað á milli skipa

20250626 094107

Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur skipið BB Ocean verið í Eyjum að undirbúa lagningu tveggja nýrra rafstrengja milli lands og Eyja. Í þessari viku kom svo skipið Aura til Vestmannaeyja. Það er skipið sem mun leggja strengina í haf. Þá kom í byrjun vikunnar skipið UML Valentina en það kom með […]

Heimsklassa Gin þar sem vindar og veður ráða för

„Ég er stofnandi Ólafsson Gin sem er vinsælasta Gin á Íslandi en hætti þar öllum daglegum afskiptum árið 2021. Hef þó verið með annan fótinn í áfengisbransanum og velt fyrir mér hvað sniðugt er hægt að gera. Hef ferðast um heiminn og kynnt íslenskt Gin og er alltaf spurður að því hvað sé svona sérstakt […]

Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]

Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]

Áhrifin verði metin og hækkunin innleidd í skrefum

Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki. Á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum var Róbert Ragnarsson meðal frummælenda. Hann er ráðgjafi hjá KPMG, stjórnmálafræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Grindavík […]

Slippurinn- Fjórtán ára ævintýri lýkur í haust

Gísli Matt, matreiðslumeistari, er kominn af sægörpum í báðar ættir. Langafi hans, Binni í Gröf á Gullborgu VE, var í mörg ár fiskikóngur Vestmannaeyja um miðja síðustu öld og lifandi goðsögn. Afinn og pabbinn sóttu líka gull í greipar Ægis en nú stendur afkomandinn á bryggjunni, velur besta fiskinn og matreiðir rétti sem laða hingað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.