Saumanámskeið í Visku

Viska stendur fyrir saumanámskeiði í Hvíta húsinu dagana 23.-25. október. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna og munu nemendur meðal annars læra hvernig á að taka upp snið, grunnatriði við breytingar og svo framvegis. Þátttakendur munu svo sauma sér flík að eigin vali. Kennari námskeiðsins er klæðskera- og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir. ,,Ég […]
Íris bæjarstjóri ekki á leið í landsmálin

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu þar sem hún segist ekki vera á leið í landsmálapólitíkina. „Ég er þakklát fyrir […]
Almannafé í furðulegt og óþarfa verkefni

„Fjármálaráðherra hefur sent óbyggðanefnd nýja kröfugerð vegna Vestmannaeyja. Í kröfunni hefur ráðherra fallið frá stórum hluta af fyrri kröfum. Ekki er lengur gerð krafa í Heimaklett eða brekkurnar í Herjólfsdal,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á Fésbókarsíðu sinni. „En því miður heldur ríkið sig enn við það að vilja hluta af Vestmannaeyjum ( Stórhöfða) […]
Í hverju var endurskoðunin fólgin?

Á fimmtudaginn sendi óbyggðanefnd frá sér yfirlýsingu vegna endurskoðaðra þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra. Endurskoðunin er vegna eyja og skerja umhverfis landið. Meðal krafna eru að ríkið eignist allar úteyjarnar í Vestmannaeyjaklasanum. Sjá einnig: Ríkið ásælist enn úteyjarnar Jóhann Pétursson er annar tveggja lögmanna Vestmannaeyjabæjar í málinu. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að það jákvæða […]
Ríkið ásælist enn úteyjarnar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óbyggðanefnd. Þar segir ennfremur að sett hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. […]
Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra

Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]
80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]
Dýpkun að hefjast í Landeyjahöfn

„Það þarf á fjarlægja milli 5.000-10.000 m³ úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0m.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um hvernig staðan sé á dýpi í Landeyjahöfn. Álfsnes, dýpkunarskip Björgunar hóf dælingu í höfninni í gær en þurfti samkvæmt heimildum Eyjafrétta að hætta dýpkun vegna bilunar og kom […]
September betri en í fyrra

„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]
Stuð og stemning á Októberfest

Höllinni var breytt í München í gær þegar blásið var til Októberfest. Matti Matt, Ásgeir Páll partýstjóri og hinn þýskættaði Micka Frurry héldu uppi stuðinu. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við og smellti nokkrum myndum. (meira…)