Vera Lífsgæðasetur opnar – heildræn nálgun að bættum lífsgæðum

Nýtt lífsgæðasetur opnar í Vestmannaeyjum föstudaginn 14. mars og markar þar með tímamót í velferðarþjónustu hér í Eyjum. Setrið er byggt á samstarfi fjögurra fagaðila sem deila sameiginlegri sýn um að efla lífsgæði einstaklinga. Með fræðslu, ráðgjöf og fjölbreyttri meðferð leggja þær áherslu á að bæta líðan fólks, efla sjálfshjálp og styðja það í leik […]

Ólafur Jóhann nýr formaður Rauða krossins í Eyjum

DSC 0736

Í gær var haldinn aðalfundur Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins. Sigurður Ingi Ingason sem hefur gegnt formennsku félagsins undanfarin ár lét af störfum formanns og tekur Ólafur Jóhann Borgþórsson við sem formaður. Sigurður mun áfram eiga sæti í stjórn. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að fundurinn hafi gengið venju samkvæmt. „Venjuleg aðalfundarstörf, formaður fór yfir skýrslu […]

Litla Mónakó – MonEY

„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann […]

Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á […]

Litla Mónakó – Sérblað um fjármálastofnanir og Vestmannaeyjar

Forsíða Eyjafrétta segir mikla sögu breytinga í almennri þjónustu. Myndina tók Sigurgeir Jónasson þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1982. Þarna er mikið um að vera. Margt fólk bíður eftir þjónustu, gjaldkerar telja peninga, taka við ávísunum og skrá úttektir og innlegg í sparisjóðsbækur og alla fært í höndum. […]

Kristgeir Orri býður upp á golfkennslu

Kristgeir Orri Grétarsson býður nú upp á golfkennsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Kristgeir hefur hefur verið í kennaranámi PGA og mun útskrifast nú í maí n.k. sem PGA golfkennari. Kristgeir hefur lengi haft ástríðu fyrir golfinu en hann byrjaði um 12 ára gamall að leika sér í golfi og byrjaði svo að æfa að […]

Austan stormur á Stórhöfða í viku

„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær. Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa […]

Falla frá sölu á Eygló

linuborun_0423

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli […]

Vill stofna jarðgangafélag að fyrirmynd Færeyinga

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt í gær jómfrúarræðu sína á Alþingi undir liðnum, störf þingsins. Þar sagði Jens Garðar að þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að framkvæmdir við ein jarðgöng séu í gangi á hverjum tíma, þá hafi ríkt kyrrstaða í gerð jarðganga á Íslandí hartnær fimm ár. Hann sagði að forsenda áframhaldandi […]

Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss?

Althyduhus Tölvugert Nordurhlid

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja barst nýverið fyrirspurn frá Þresti B. Johnsen um breytingu á Alþýðuhúsi við Skólaveg 21b. í íbúðarhúsnæði ásamt breytingum á útliti hússins. Samkvæmt gögnum sem fylgja umsókninni er gert ráð fyrir fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem nýtir einnig lóð við Skólaveg 21c. Ráðið fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og afla umsagnar Minjastofnunar […]