Stolin lundaegg fundust í Hollandi

„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir. Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag. Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og […]

Uppskriftin að góðri geðheilsu í Visku

Helena Jónsdóttir sálfræðingur verður með námskeið í Visku sem ber heitið „Uppskriftin að góðri geðheilsu“ mánudaginn 7. október kl. 16:15. Helena er stofnandi og framkvæmdastjóri Mental, ráðgjafar sem aðstoðar stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja við að móta stefnumótandi nálgun á geðheilbrigði. Markmiðið er að skapa og næra sjálfbæra menningu á vinnustöðum sem styður við góða geðheilsu. […]

Segir ASÍ nota uppsagnirnar í pólitískum tilgangi

Arnar Hjaltalin Opf 22

Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda – stéttarfélags gagnrýnir miðstjórn ASÍ fyrir að nýta uppsagnir í fiskvinnslu í pólitískum tilgangi. „Það heyrðist ekkert frá ASÍ fyrr en þessi ályktun kemur, og það er aðeins verið að reyna hvítþvo ríkisstjórnina með ályktuninni. Við fréttum bara af henni af afspurn en enginn hefur haft samband við okkur frá ASÍ, […]

Kubuneh opnar netverslun

Kubuneh verslun hefur nú opnað glæsilega netverslun þar sem fólk getur áfram keypt notuð föt, en nú á netinu og þannig stutt í leiðinni við starfsemi góðgerðarfélagsins ,,allir skipta máli” sem rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allar tekjur verslunarinnar renna óskertar til verkefna í Gambíu, meðal annars til að halda úti heilsugæslu, kaupa […]

Á annað hundrað milljónir í viðbótarlaunakostnað

GRV_0099_TMS

Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi bæjarráðs – drög að skýrslu faghóps sem skipaður var af bæjarráði í maí. Hópurinn hafði það verkefni að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um hagræðingar á fræðslusviði og meta, í samráði við skólastjórnendur, hvaða kostir væru í stöðunni m.t.t áhrifa á […]

Árgangur 66 náði að toppa sig

„Haustið er að vanda tími árgangsmóta í Vestmannaeyjum en þau eru að margra mati einstök á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Hvert árgangsmótið á fætur öðru hefur verið síðustu helgar og í flestum tilfellum er þetta tveggja daga helgi með tilheyrandi fjöri. Einn af þessum árgöngum sem tók síðustu helgi með stæl í Eyjum […]

Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]

Þögn kom sá og sigraði í Allra veðra von 2025

Hljómsveitin Þögn kom sá og sigraði í hinni árlegu hljómsveitarkeppni Allra veðra von sem fór fram í Höllinni um helgina. Sex rokkbönd tóku þátt og var það hljómsveitin Þögn sem bar sigur í bítum í ár. Hljómsveitin er skipuð af sex eyjastúlkum og þær hafa áður unnið til verðlauna í hinum ýmsu keppnum. Sérstakir gestir […]

Slippurinn In Memoriam – Síðasta kvöldmáltíðin

„Ég gekk út af Slippnum í síðasta sinn í gærkvöldi. Aldrei hef ég snætt níu rétta veislumáltíð (myndir fylgja af ígulkerjum, skötuselskinnum og skyrdesert!) með meiri trega; eiginlega með kökk í hálsinum í hverjum bita! Fjórtán sumra sælkeraveislu er lokið. Frumlegasti og að flestu leyti besti veitingastaður á Íslandi skellir formlega í lás í kvöld,“ […]

Slippurinn – Ekkert til sparað á lokakvöldi

„Við vitum að þetta sumar á eftir að verða tilfinningaþrungið. Við erum staðráðin í að kveðja með reisn og gera þetta að eftirminnilegu lokasumri. Við opnuðum Slippinn 21. maí sl. og lokakvöldið er 13. september,“  segir Gísli Matthías Auðunsson, listakokkur og hugsjónamaður í viðtali í maí blaði Eyjafrétta. Og nú er komið að því, Slippnum sem ásamt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.