Framkvæmdir hafnar við Áshamar 77

þverblokk Ny Blokk 20251023 161956

Jarðvegsvinna er hafin við Áshamar 77 þar sem rísa mun nýtt fjölbýlishús með bílakjallara. Framkvæmdirnar eru í samræmi við nýlega samþykkta skipulagsbreytingu sem markar næsta skref í þróun íbúðabyggðarinnar við Hamarsskóla. Tillagan að breyttu deiliskipulagi fyrir Áshamar 75 og 77 var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í maí síðastliðnum og síðar staðfest af bæjarstjórn Vestmannaeyja. […]

Hafna öllum ásökunum

Oskubill Kubbur Cr

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]

Rithöfundurinn Embla Bachmann á Bókasafninu

Rithöfundurinn Embla Bachmann verður á Bókasafni Vestmannaeyja laugardaginn 1. nóvember, kl 11:00 og kynnir nýja bók sína. Embla hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bók hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og hlaut mikið lof frá bæði lesendum og gagnrýnendum. Nú er Embla komin með […]

Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Aðgerðirnar eru hluti af rannsókn sem byggir á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinast að meintum brotum starfsmanna fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Fram hefur komið að fyrirtækin sem um ræði séu Terra og Kubbur. Rannsaka samráð um tilboð og markaðsskiptingu […]

Fyrsta snókermót vetrarins

Tómstundarráð Kiwanisklúbbsins Helgafell stendur fyrir snókermóti á næstunni og er skráning hafin. Um er að ræða hið árlega Karl Kristmanns mót. Stefnt er að úrslitakvöldi 7. nóvember og ræðst mótafyrirkomulag að fjölda þátttakenda. Um einstaklingsmót með forgjöf er að ræða og er keppt í riðlum fram að útslætti. Ath. að hámarks forgjöf er 38. Mótsgjald […]

Aukið fjármagn til lengdrar viðveru fatlaðra barna

default

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni fjölskyldu- og fræðslusviðs um að bæta við 1,5 stöðugildum til félagsmiðstöðvarinnar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna og ungmenna eftir skóla. Þjónustan er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10–18 ára og er liður í lögbundnu verkefni sveitarfélagsins. Aukin eftirspurn eftir þjónustunni hefur gert það nauðsynlegt að festa hana í fast […]

Eyjamaður haslar sér völl

Nokkvi Sv Cr

Nökkvi Sveinsson, flugmaður, fyrrverandi knattspyrnumaður með ÍBV og Eyjapeyji haslar sér nú völl ásamt félögum sínum í viðskiptalífinu. Með honum í hópi eru Óskar Bragi Sigþórsson, flugmaður, og Þorvaldur Ingimundarson, atvinnumaður í líkamsrækt. Þremenningarnir hafa keypt hina þjóðþekktu verslun RB Rúm að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 1943 og starfa þar átta […]

Gríðalegt hagsmunamál fyrir íbúa Vestmannaeyja

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Áætlað er að ný vatnsleiðsla, svokölluð NSL4 almannavarnalögn, verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Um er að ræða umfangsmikla og dýra framkvæmd sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að ríkið eigi að standa straum af, þar sem lögnin sé hluti af almannavörnum landsins. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar […]

Laxey áformar stækkun í Viðlagafjöru 

Screensh Laxey Vidlagafj 09225 Hbh

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur tekið jákvætt í erindi Laxeyjar ehf. um að stækka athafnasvæði félagsins í Viðlagafjöru. Fyrirtækið hyggst hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að efnistökusvæði E-1, sem er um 5,1 hektari, verði fellt undir iðnaðarsvæði I-3. Laxey vinnur nú að umhverfismati vegna fyrirhugaðrar stækkunar á framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í […]

Minni tekjur hafnarsjóðs og tjón fyrir ferðaþjónustu

Lettbatur Skemmtiferdaskip Tvö

„Umsvif skemmtiferðaskipa hafa verið mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Íslands og sérstaklega í sjávarbyggðum. Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum en ný álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í minnisblaði Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.