Enginn veit sína ævi fyrr en öll er

„Um daginn kom séra Guðmundur Örn til mín og spurði hvort ég væri til í að flytja predikun eða hugvekju á Nýársdag í Landakirkju. Eftir mínútu umhugsun var málið komið í ferli og við félagarnir búnir að stilla upp messunni. Fyrir þá sem sváfu yfir sig læt ég hugvekjuna fylgja hér að neðan og þakka […]

Kristín í Eldheimum sæmd fálkaorðunni

Kristín Jóhannsdóttir, sem stýrir Eldheimum í Vestmannaeyjum er meðal þeirra fjórtán sem sæmd voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Fálkaorðuna hlutu sjö karlar og sjö konur. Fálkorðuna fékk Kristín fyrir frumkvöðlastarf í þágu menningar- og ferðamála í heimsbyggð. Hin íslenska fálkaorða er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er einstaklingum, bæði íslenskum og erlendum, […]

Sjóslyssins við Eiðið 1924 minnst

Átta menn fórust – Mikil slysaár á sjó – Alls fórust 233 á þremur árum Mánudaginn, 16. desember var þess minnst á Bryggjunni í Sagheimum að 100 ár voru frá hörmulegu sjóslysi norðan við Eiðið þennan dag árið 1924. Dagskráin var tvískipt og hófst á Bryggjunni sem var þéttsetin. Þar fór Helgi Bernódusson yfir sögu […]

Litla Mónakó – Gleðibankinn

Óhætt er að fullyrða að landeldi á Íslandi fari með vindinn í bakið inní nýtt ár. Af nógu er að taka þegar að árið er gert upp og ófáir áfangarnir sem landeldisfyrirtækin hafa náð. Eitt af því sem stendur þó uppúr verður að teljast nýleg bankafjármögnun sem bæði First Water og Laxey hafa tryggt sér […]

Þjótandi bauð best í jarðvinnu á Hásteinsvelli

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í jarðvinnu og lagnir við endunýjun Hásteinsvallar. Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja að tvö tilboð hafi borist í verkið, en bjóða þurfti verkið út aftur vegna þess að eina tilboðið sem barst áður þótti of hátt. Tilboðin sem nú bárust voru annars vegar frá Þjótanda ehf. […]

Jólablað Eyjafrétta borið út í dag

EF Forsida 18 Tbl

Jólablað Eyjafrétta sem er  bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna. Meðal efnis er: Eyjamaðurinn er […]

Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]

Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól „Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir […]

Litla Mónakó – Klárir !

„Ekki amalegt að fara með þessar fréttir inní helgina og smá svona snemmbúinn jólapakki,“ segir Jóhann Halldórsson sem birtir reglulega pistla á Eyjafréttum undir heitinu, Litla Mónakó og vísar þar til mikils uppgangs í Vestmannaeyjum. Fréttin sem hann vísar til er kynningafundur um baðlón og hótel á Nýjahrauninu á eyjafrettir.is í síðustu viku. „Þetta er sennilega […]

Skrautlýsing sem eykur öryggi

Þau eru æði misjöfn verkefnin sem þarf að fást við hjá rafvirkjum bæjarins. Eitt af þeim og klárlega með þeim óvenjulegri er að koma upp ljósum sem lýsir upp bergið í höfninni og innsiglingunni. Í fyrradag fóru þrír þeirra í verkefni í Vatnsrás, sem er vestan megin við Berggang í Heimakletti. Það voru þeir Steingrímur […]