Laxey stækkar vinnubúðirnar við Helgafell

Framkvæmdir standa nú yfir hjá Laxey við að bæta við þriðju vinnubúðaeiningunni, sem verður sambærileg við þær sem fyrir eru við Helgafell. Allar einingarnar eru jafn stórar og hver þeirra er með 44 herbergi með sérbaðherbergi, auk sameiginlegs eldhúss og seturýmis fyrir íbúa. Nýja einingin verður því til viðbótar við tvær sem fyrir eru. Aðstaðan […]

Komið gott segir Njáll

Eftir átta ár í bæjarstjórn og sem formaður bæjarráðs Vestmannaeyja ætlar Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, að láta gott heita í vor. Í ítarlegu viðtali við Eyjafréttir segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla íhugun. „Í svona starfi verður maður að geta gefið sig hundrað prósent – annars er betra að sleppa því.“ Njáll […]

Nóg um að vera í Eyjum næstu daga

Það stefnir í líflega daga í Eyjum á næstunni þar sem nóg verður um að vera og fjölbreyttir viðburðir í boði. Hér er yfirlit um helstu viðburði: Fimmtudagur: „Ég skal syngja fyrir þig“ fer fram í Höllinni, þar sem Einar Ágúst syngur ljóð Jónasar Friðriks við undirleik Gosanna. Húsið opnar kl. 19.30 og tónleikar hefjast […]

Jóhanna Jóhanns um föstur

Jóhanna Jóhannsdóttir hefur alla tíð verið haldin ástríðu fyrir hreyfingu, heilsu og vellíðan. Hún byrjaði ferilinn í jazzballett en áhuginn þróaðist fljótt yfir í alhliða líkamsrækt, líkamlega og andlega heilsu og kennslu. Þegar eróbikk var nýtt á Íslandi fann hún sína hillu og heillaðist af algjörlega, hún lærði hún eróbikk í bílskúrnum hjá Ingveldi Gyðu […]

Framkvæmdir hafnar við Áshamar 77

þverblokk Ny Blokk 20251023 161956

Jarðvegsvinna er hafin við Áshamar 77 þar sem rísa mun nýtt fjölbýlishús með bílakjallara. Framkvæmdirnar eru í samræmi við nýlega samþykkta skipulagsbreytingu sem markar næsta skref í þróun íbúðabyggðarinnar við Hamarsskóla. Tillagan að breyttu deiliskipulagi fyrir Áshamar 75 og 77 var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í maí síðastliðnum og síðar staðfest af bæjarstjórn Vestmannaeyja. […]

Hafna öllum ásökunum

Oskubill Kubbur Cr

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]

Rithöfundurinn Embla Bachmann á Bókasafninu

Rithöfundurinn Embla Bachmann verður á Bókasafni Vestmannaeyja laugardaginn 1. nóvember, kl 11:00 og kynnir nýja bók sína. Embla hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bók hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og hlaut mikið lof frá bæði lesendum og gagnrýnendum. Nú er Embla komin með […]

Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Aðgerðirnar eru hluti af rannsókn sem byggir á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinast að meintum brotum starfsmanna fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Fram hefur komið að fyrirtækin sem um ræði séu Terra og Kubbur. Rannsaka samráð um tilboð og markaðsskiptingu […]

Fyrsta snókermót vetrarins

Tómstundarráð Kiwanisklúbbsins Helgafell stendur fyrir snókermóti á næstunni og er skráning hafin. Um er að ræða hið árlega Karl Kristmanns mót. Stefnt er að úrslitakvöldi 7. nóvember og ræðst mótafyrirkomulag að fjölda þátttakenda. Um einstaklingsmót með forgjöf er að ræða og er keppt í riðlum fram að útslætti. Ath. að hámarks forgjöf er 38. Mótsgjald […]

Aukið fjármagn til lengdrar viðveru fatlaðra barna

default

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni fjölskyldu- og fræðslusviðs um að bæta við 1,5 stöðugildum til félagsmiðstöðvarinnar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna og ungmenna eftir skóla. Þjónustan er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10–18 ára og er liður í lögbundnu verkefni sveitarfélagsins. Aukin eftirspurn eftir þjónustunni hefur gert það nauðsynlegt að festa hana í fast […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.