Styrkleikar – Yndisleg samvera í blíðunni í Herjólfsdal

„Mig langar að hvetja alla Reynslubolta (reynsluboltar eru þeir sem hafa glímt og/eða eru að glíma við krabbamein, til þess að skrá sig með okkur í gönguna, fyrsta hringinn og koma svo á Einsa Kalda,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson einn aðstandenda Styrktarleikanna í Herjólfsdal á morgun og bendir á að spáð er blíðu. „Við viljum bjóða heiðursgestunum […]

Styrkleikarnir – Þakklæti og fögnuður

Við í Eyjum eigum von á góðri heimsókn laugardaginn 9. ágúst þegar Krabbameinsfélagið  mun standa fyrir viðburði sem kallast Styrkleikarnir ( sjá nánar á netinu undir Styrkleikarnir).  Einn sólarhringur, frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag mun fólk vera inn í Herjólfsdal og margt hægt að gera, ganga ákv. leiðir, spjalla og eiga samfélag. […]

Styrkleikar Krabbavarnar og Krabbameinsfélagsins í Herjólfsdal

Krabbavörn og Krabbameinsfélagið standa fyrir Styrkleikum í Herjólfsdal dagana 9. til 10. Ágúst, laugadag og sunnudag. Á Styrkleikunum gefst aðstandendum dýrmætt tækifæri til að sýna stuðning í verki. Þátttakendur koma saman fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, en hver og einn þátttakandi gerir eins mikið og […]

Er ekki kominn tími á áfanga 2 í Landeyjahöfn?

Þann 20. júlí sl. voru 15 ár frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þann dag 2010 sigldi Herjólfur III fyrstu ferðina frá Eyjum til Landeyjahafnar með gesti og fjölda Eyjamanna í blíðskaparveðri. Var nokkur mannfjöldi saman kominn við höfnina til fagna komu skipsins. Þar á meðal ráðherrar, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og fleiri sem fluttu ræður af […]

Gengið í sólarhring til styrktar krabbameinssjúkum

Styrkleikarnir – Einstök upplifun – Heill sólarhringur í Herjólfsdal Styrkleikar Krabbameinsfélagsins er heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd. Þeir verða haldnir í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum í Herjólfsdal á laugardaginn nk. 9. ágúst og standa í heilan sólarhring. Verða þeir settir klukkan 12.00 á laugardaginn og verður slitið klukkan 11.45 á sunnudaginn. Krabbameinsfélagið er í samstarfi við […]

Jóhanni falið að vinna greiningarvinnu fyrir höfnina

Hofnin TMS 20220630 084235 La 25

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í síðustu viku og fór þar yfir innviðauppbyggingu á hafnarsvæðinu. Á þarsíðasta fundi ráðsins var samþykkt að fela hafnarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að forma verkefnið og kanna kostnað við greiningarvinnuna. Starfsmenn ráðsins hafa nú formað verkefnið og kostnaður við þennan hluta er á bilinu 1-1. 4 m.kr. Sá […]

Skutu skjólshúsi yfir lánlausa KR-inga

Sverrir Páll var á skotskónum í kvöld.

Þjóðhátíðarhelgin í Vestmannaeyjum fór af stað með krefjandi veðurskilyrðum á föstudag. Á laugardag mættust ÍBV og KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu á heimavelli ÍBV þar sem heimamenn fóru með góðan sigur af hólmi. Fagnaðarlætin urðu þó ekki löng hjá fyrirliða ÍBV sem tók að sér nýtt hlutverk þegar óvæntar aðstæður sköpuðust eftir leik. Sjá […]

Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]

Það þarf ekki margar í hundraðið, en nokkrar í þúsundið

Það má segja að Unnar Guðmundsson í Háagarði sé trillu- og lundaveiðikarl sem náði að tengja samfélag veiðimanna sem fæddust fyrir aldamótin 1900 og þeirra sem enn stunda sjóinn á smábátum og lundaveiði í Eyjum. Á mótunarárum Unnars eru Eyjarnar að stíga skref inn í nýja tíma. Enn var stundaður landbúnaður á Kirkjubæjum og kýr og kindur […]

Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.