Goslok – Fjöldi fólks á ferð í rjómablíðu

Það var margt í boði á Goslokahátíð í gær og margt um manninn í bænum. Veður eins og best verður á kosið, sannkölluð rjómablíða. Óskar Pétur fór um og myndaði og hér má sjá hluta af þeim myndum sem hann tók. Leit við á sýningum, tónleikum og bjórbingói svo eitthað sé nefnt.       […]

Vel heppnuð kvenna- og karlakvöld knattspyrnu ÍBV

Í gærkvöldi hélt knattspyrnudeild ÍBV glæsileg kvenna- og karlakvöld. Konurnar komu saman í Agóges, en karlarnir í Golfskálanum. Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt og skemmtileg á báðum stöðum og var boðið upp á trúbadorastemningnu, tónlistarbingó og happadrætti, svo eitthvað sé nefnt. Stefán Einar Stefánsson og Ásmundur Friðriksson voru meðal ræðumanna á karlakvöldinu. Myndasyrpu frá kvöldinu má […]

Flugeldar og brenna kl. 17.00

Nú stendur flugeldasala Björgunarfélagsins sem hæst í húsi félagsins við Faxastíg. Mikil sala enda útlit fyrir gott flugeldaveður í kvöld. „Í dag, gamlársdag, verður að vanda vegleg brenna og flugeldasýning við Hásteinsvöll. Kveikt verður í brennunni kl. 17.00 og fljótlega þar á eftir fara flugeldarnir í loftið. Vinsamlegast virðið það að fara ekki inn fyrir öryggissvæðið. Allir […]

Fjölmenni í ljósagöngu á Eldfell

„Fyrsta en jafnframt ekki síðasta ljósagangan var farin í kvöld uppá Eldfell og hátt í 100 manns mættu. Stjórn Krabbavarnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í göngunni fyrir að mæta og sýna hluttekningu. Takk elsku Vestmannaeyingar fyrir allan þann hlýhug sem þið berið til félagsins og til þeirra sem sækja stuðning til félagsins,“ segir Kristín […]

Falsfréttir ekki bara í bandarísku forsetakosningunum

„Kæru vinir. Ég hélt að falsfréttir væru bara í bandarísku forsetakosningunum en greinilega ekki. Mér var tjáð að sagan segði að efnalaugin Straumur væri að hætta að hreinsa föt. Þetta er algjört bull. Við erum með hreinsun sem er ekkert síðri en aðrar efnalaugar og erum sko ekkert að hætta. Ég vona að eyjamenn noti […]

Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son bar sigur sig­ur úr být­um í tíu kíló­metra hlaupi í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á tímanum 30:23 mín­út­um. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Eyjafólkið – Vestmannaeyjameistarar í golfi

Fyrr í mánuðinum fór fram Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Mótið fór fram dagana 10. til 13. júlí og er þetta í 85. skiptið sem að það er haldið. Fjölmargir efnilegir kylfingar tóku þátt en þátttakendur sem luku keppni voru 90 talsins og spiluðu í samtals 11 flokkum. Vestmannaeyjameistarar 2024 í karla- og kvennaflokki í golfi eru þau […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

Opið hús í dag

DSCF6536

Í dag, miðvikudag verður Hús fasteignasala með opið hús á Áshamri 85b. Húsið er tilbúið til afhendingar og er nánast viðhaldsfrítt. Tvennar svalir eru á húsinu sem er rúmgott og bjart. Þá má nefna að útsýnið frá húsinu er einstakt. Það er því upplagt að líta við að Áshamri 85b. í dag milli klukkan 17 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.