Sólríkur sunnudagur – myndir

Það var líflegt í Eyjum í dag, enda lék veðrið við bæjarbúa og gesti. Gestirnir voru ófáir. Tvö stór skemmtiferðaskip lágu við akkeri og voru farþegar ferjaðir í land með léttabátum. Ljósmyndarar Eyjafrétta/Eyjar.net tóku meðfylgjandi myndir í dag. (meira…)
Vill svör varðandi veitufyrirtæki

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum. Birgir sagði í svari til Eyjar.net í apríl sl. að fróðlegt væri að vita hvaða rök liggja að baki ákvörðun HS Veitna um að neita að birta / afhenda […]
Betri afkoma en búist var við

Drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar voru lögð fram fyrir bæjarráð í liðinni viku. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 8,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 7,1% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hvað varðar A-hlutann, þá voru […]
Fjögur farþegaskip í Eyjum í dag

Fjögur skemmtiferðaskip eru nú í Vestmannaeyjahöfn. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru Fridthjof Nansen, Seaventure, World Navigator og SH Diana. Auk þessara fjögurra farþegaskipa á eitt mjölskip bókað pláss í höfninni í dag, að því er segir á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. Á morgun er svo von á Viking Mars og Nieuw Statendam til Eyja. Bæði þessi skip […]
Misjafn afli á Höfðanum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í heimahöfn í Vestmannaeyjum í fyrradag að afloknum fyrsta túr eftir sjómannadag. Bæði skip voru að veiðum á Ingólfshöfða en þar var afli mjög misjafn. Vestmannaey landaði 66 tonnum af blönduðum afla og Bergur um 30 tonnum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir í samtali vefsíðu Síldarvinnslunnar […]
Enn beðið eftir gögnum

Hækkanir á gjaldskrá HS Veitna voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var farið yfir svar umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis við beiðni bæjarstjórnar um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni. Í svarinu kemur fram að helstu skýringar HS Veitna […]
ÍBV fær FHL í heimsókn

Síðasti leikur fimmtu umferðar Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Þar tekur ÍBV á móti FHL á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur á botni deildarinnar með 1 stig en FHL með 7 stig í sjöunda sæti. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 13:30 í dag. (meira…)
Andlát: Bergþóra Jónsdóttir (Lilla í Mandal)

(meira…)
Hver er flóttaleið Eyjamanna?

Það var ýmislegt rætt á tíma mínum á Alþingi í síðasta mánuði, en margt miklu fleira sem ég hefði viljað koma á framfæri og koma að en vonandi kemur það síðar. Ég náði þó að halda ræðu um málefni Grindvíkinga sem og þetta fáránlega kvótakerfi, en eftir að tíma mínum á þingi lauk núna í […]
Útgáfuteiti og opnun sýningar

Sunnudaginn 9. júní kl. 13-14, í Sagnheimum, byggðasafni, fagna hjónin Friðþór Vestmann Ingason og Ragnheiður Jónsdóttir útgáfu á nýrri bók sem þau kalla VÍSURNAR HANS PABBA. Í framhaldinu munu þau ásamt fjölskyldu Inga Steins opna sýninguna: Handverk Inga Steins Ólafssonar í gegnum árin hans. Ingi Steinn var annálaður listamaður, vísur og ljóð léku honum á […]