Mótmæla efnistöku við Landeyjahöfn

lh_gardur_eyjar

Efnistaka við Landeyjahöfn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku. Þar var farið yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar til Skipulagsstofnunar varðandi áform Heidelberg Cement Pozzolanic Materials ehf. um efnistöku í og við Landeyjahöfn. Umsögnin hefur verið send og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun ítreka beiðni um fund með Skipulagsstofnun til að fylgja umsögninni eftir. […]

Sólríkur sunnudagur – myndir

20240609_091803_cr

Það var líflegt í Eyjum í dag, enda lék veðrið við bæjarbúa og gesti. Gestirnir voru ófáir. Tvö stór skemmtiferðaskip lágu við akkeri og voru farþegar ferjaðir í land með léttabátum. Ljósmyndarar Eyjafrétta/Eyjar.net tóku meðfylgjandi myndir í dag. (meira…)

Vill svör varðandi veitufyrirtæki

Birgir_thor_opf_DSC_3389

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum. Birgir sagði í svari til Eyjar.net í apríl sl. að fróðlegt væri að vita hvaða rök liggja að baki ákvörðun HS Veitna um að neita að birta / afhenda […]

Betri afkoma en búist var við

Ráðhús_nær_IMG_5046

Drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar voru lögð fram fyrir bæjarráð í liðinni viku. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 8,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 7,1% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hvað varðar A-hlutann, þá voru […]

Fjögur farþegaskip í Eyjum í dag

DSC_4693

Fjögur skemmti­ferða­skip eru nú í Vestmannaeyja­höfn. Skemmti­ferða­skipin sem um ræðir eru Fridthjof Nansen, Seaventure, World Navigator og SH Diana. Auk þessara fjögurra farþegaskipa á eitt mjölskip bókað pláss í höfninni í dag, að því er segir á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. Á morgun er svo von á Viking Mars og Nieuw Statendam til Eyja. Bæði þessi skip […]

Misjafn afli á Höfðanum

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í heimahöfn í Vestmannaeyjum í fyrradag að afloknum fyrsta túr eftir sjómannadag. Bæði skip voru að veiðum á Ingólfshöfða en þar var afli mjög misjafn. Vestmannaey landaði 66 tonnum af blönduðum afla og Bergur um 30 tonnum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir í samtali vefsíðu Síldarvinnslunnar […]

Enn beðið eftir gögnum

veitur_hs

Hækkanir á gjaldskrá HS Veitna voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var farið yfir svar umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis við beiðni bæjarstjórnar um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni. Í svarinu kemur fram að helstu skýringar HS Veitna […]

ÍBV fær FHL í heimsókn

Eyja_3L2A2658

Síðasti leikur fimmtu umferðar Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Þar tekur ÍBV á móti FHL á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur á botni deildarinnar með 1 stig en FHL með 7 stig í sjöunda sæti. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 13:30 í dag. (meira…)

Hver er flóttaleið Eyjamanna?

Það var ýmislegt rætt á tíma mínum á Alþingi í síðasta mánuði, en margt miklu fleira sem ég hefði viljað koma á framfæri og koma að en vonandi kemur það síðar. Ég náði þó að halda ræðu um málefni Grindvíkinga sem og þetta fáránlega kvótakerfi, en eftir að tíma mínum á þingi lauk núna í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.