Aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja

Þann 8.nóvember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja en á komandi ári verður golfklúbburinn 70.ára og ætlar golfklúbburinn að fagna þeim áfanga með margvíslegum hætti. Helgi Bragason var endurkjörinn formaður en aðrir í stjórn eru Haraldur Óskarsson, Hörður Óskarsson, Ragnar Baldvinsson og Böðvar Bergþórsson. Varamenn í stjórn eru Sigurjón Pálsson og Jón Pétursson. Á aðalfundinum […]
Gyða Arnórsdóttir í 3.sæti í þrekmeistaranum á Akureyri

Um helgina fór fram á Akureyri keppni í þrekmeistaranum en keppnin fellst í því að klára 10 greinar á sem stystum tíma. Þessar 10 greinar eru: þrekhjól, róðravél, niðurtog í vél, fótalyftur, armbeygjur, kassauppstig, uppsetur, axlapressa, hlaupabretti og bekkpressa. Í ár var Gyða Arnórsdóttir í 3.sæti í opnum kvennaflokki á tímanum 18:43:45. (meira…)
Fyrirlestur Erps Snæs um rannsóknir á sjófuglum

Í gær hélt Erpur Snær Hansen fyrirlestur á Náttúrugripasafninu um rannsóknir sínar á sjófuglum við Vestmannaeyjar. Fyrirlesturinn var einn liður í menningardagskránni Nótt safnanna sem stendur yfir um helgina. Kom fram í máli Erps Snæs að hann hefði miklar áhyggjur af ástandi sjófugla við Vestmannaeyjar og taldi hann að lundaveiði gæti farist algerlega fyrir á […]
Millilandaflugvöllur við Vestmannaeyjar

Ég er þess fullviss að í framtíðinni verður millilandaflugvöllur á Suðurlandi og þá ef til vill á Bakka, rétt við höfnina okkar sem þar mun rísa innan skamms. Þegar af því verður mun þetta (myndin hér til hliðar) verða útsýnið út um flugstjórnarklefan þegar vélar lenda til suðurs. Um seinustu helgi átti ég sæti í […]
Fram vann ÍBV

Fram vann í dag góðan sigur á ÍBV í N1 deild karla, 38-26 á heimavelli. Mikið jafnræði einkenndi leikinn í fyrri hálfleik og leiddi ÍBV til að mynda 12-14 er skammt var til leiksloka en Fram náði að breyta stöðunni sér í hag fyrir leikhlé í 17-15. Það voru sofandi Eyjamenn sem komu til […]
Tvær þjóðir í landinu

Á fimmtudagskvöldið síðasta var haldinn fundir hjá Vinstri grænum í Vestmannaeyjum, gestur fundarins var Atli Gíslason þingmaður Suðurkjördæmis. Fundurinn var vel sóttur og voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Opinn fundur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Vestmannaeyjum haldinn 8. nóv. 2007 ályktar eftirfarandi: Á undanförnum árum hefur hvers konar misrétti í íslensku samfélagi aukist. Launamunur eykst, jafnrétti […]
Sýknuð af pungsparki á Prófastinum
Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu […]
Hluthafar vilja afskráninguna

Vinnslustöðin fer úr Kauphöllinni samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Næststærsti hluhafinn biður Kauphöllina að hafna eða fresta afkráningu. „Umboð stjórnarinnar er nú ljóst,” segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og forsvarsmaður Eyjamanna ehf., sem á rétt rúm 50 prósent í Vinnslustöðinni. Hluthafafundur samþykkti á miðvikudag að farið yrði fram á afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands. Boðað var […]
Samgöngumál og róður á Blíðu

Var að koma í land áðan, eftir að hafa verið á sjó í 18 tíma. Afli var ágætur, rúm tvö tonn á 14 bala. Veðrið í nótt var mjög erfitt, mikill sjór og gekk á með éljum, en sem betur fer lægði þegar leið á morguninn. Í gær átti ég ágætt samtal við Jón Bernódusson […]
Nótt safnanna sett í gærkvöldi

Í gærkvöldi var Nótt safnanna sett í Stafkirkjunni, Jarl Sigurgeirsson söng sálma við undirleik Guðmundar Guðjónssonar og Kristín Jóhannsdóttir setti svo hátíðina sem stendur yfir alla helgina.Í gærkvöldi voru svo tónleikar með Mugison í Höllinni. Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi: Laugardagur 10. nóvember 14.00 Safnahús Sýningar á vegum bókasafnsins: Konan í Norðri og Saga íslenskra biblíuþýðinga. […]