Veðrið eins og það gerist best í eyjum

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um væntanlegt þjóðhátíðarveður og breytast veðurspár daglega. Í dag er sól og blíða í Vestmannaeyjum og það ætti ekki að fara illa um nokkurn þjóðhátíðargest sem komin er til eyja. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands þá er spáð einhverri ofankomu og vindi í kvöld og fyrriparti föstudags en á laugardag […]

Fyrstu Þjóðhátíðargestir mættir

Nokkur ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, en engin vandamál hlutust af. Fyrstu þjóðhátíðargestir eru mættir, segir lögreglan í Eyjum. Lögregla hafði fregnir af ríg vegna tjaldstæða á hátíðarsvæðinu en hafði ekki afskipti af því. (meira…)

Stuðmenn fóru með björgunarbátnum Þór

Einar Örn Jónsson tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Í Svörtum Fötum er að koma á sína áttundu þjóðhátíð en hann hefur spilað á fimm þjóðhátíðum og verið sem almennur þjóðhátíðargestur á tveimur. Eyjar.net sendu Einari nokkrar spurningar varðandi hans hlið á þjóðhátíðinni. Afhverju þjóðhátíð í eyjum? Einstök hátíð á einstökum stað, auk þess sem það er […]

Það er tvennt sem þjóðhátíðarnefnd ræður ekki við

Fyrr í kvöld birti eyjar.net frétt um þjófstart í merkingu fyrir þjóðhátíðartjöld í Herjólfsdal og hafði þá fyrr um kvöldið mikill fjöldi eyjamanna mætt í Herjólfsdal til að ná sér í góða staðsetningu fyrir komandi helgi.Í þeirri frétt kom fram að tjöldun yrði leyfð klukkan 13:00 fimmtudag, en rétt fyrir 23:00 byrjaði fjörið á ný […]

Þjófstartað í tjöldun

Í kvöld barst það um Heimaey að fólk væri mætt í Herjólfsdal að merkja sér stæði fyrir þjóðhátíðartjöldin. Eins og flestir vita er ekki sama hvar sumir tjalda sínu tjaldi og eiga margir sinn fasta stað og því mikilvægt að ná að merkja sér stað sem fyrst. Gamlir Þórarar vilja síður lenda á Týsgötu og […]

Fjölskylduhátíð þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Yfir þjóðhátíðina er það markmið eyjar.net að setja eins fljótt og mögulegt er video og ljósmyndir af hátíðinni. Í dag birtum við viðtal við Tryggva Má Sæmundsson og ræddum við hann stuttlega um þjóðhátíðina í ár.   Videoviðtalið við Tryggva Má   (meira…)

Lindarvatn úr Eyjafjöllum uppistaðan í vestmannaeyskum bjór

Lindarvatn úr Eyjafjöllunum verður uppistaðan í nýjum íslenskum bjór, framleiddum í Vestmannaeyjum, ef hugmyndir um bjórverksmiðju í Eyjum verða að veruleika. Með tilkomu Bakkafjöru lækkar flutningskostnaður bjórsins uppá fastalandið til muna.Athafnamennirnir Björgvin Þór Rúnarsson og Birgir Nielsen hafa stofnað Íslenska bjórfélagið. Fjármögnun bjórverksmiðju í Vestmannaeyjum er á lokastigi, og vona félagarnir að þeir geti hafið […]

Þjóðhátíðargestir byrjaðir að streyma til eyja.

Þó svo að þjóðhátíðin byrji ekki formlega fyrr en á föstudag þá eru þjóðhátíðargestir byrjaðir að streyma til eyja. Í dag komu tvær Fokker 50 sæta vélar frá Reykjavíkur með farþegar frá Flugfélagi Íslands, Herjólfur siglir með um 800 farþega í dag og Flugfélag Vestmannaeyja er með loftbrú milli eyja og bakka. Hjá Hannesi Kristni Sigurðssyni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.