Jæja krakkar, það er Þjóðhátíð í vændum og það er ekki laust fyrir að maður sé að verða svolítið spenntur! Þetta er búið að vera fljótt að koma, sérstaklega í ljósi þess að maður hefur haft nóg að gera fyrir þessa hátíðina, eins og vanalega.
Við bræðurnir í VKB erum að gefa út okkar þriðja Þroskahefti í kvöld, annar árgangur Bóndabruggsins er kominn á markað (áhugasamir hafi samband), Vitinn reis í gær og myndasýningin í tjaldinu verður svo auðvitað á sínum stað á þessu ári eins og undanfarin tvö ár. Allt er þetta að smella saman, ég sótti spjöldin fyrir myndasýninguna í morgun, sótti Bóndabruggið mitt í gær og kíkti svo aðeins á Vitann eftir leikinn í gær, þar sem vita- og hafnarmálanefnd vann hörðum höndum við að koma honum upp. Hann er fallegur að vanda, enda langfallegasta mannvirkið í dalnum ár hvert. Svo í kvöld förum við nokkrir niður í prentsmiðju til Gilla og hjálpum honum að leggja lokahönd á blaðið, brjóta það og hefta og gera það klárt í útburð fyrir kvöldið.
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa og hafið það eins gott og þið mögulega getið um helgina, hvar sem þið eruð stödd í heiminum.
Gleðilega Þjóðhátíð!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst