Dramatískur sigur ÍBV

Elmar_DSC_0255

Það var mikil dramatík í leik FH og ÍBV í Kaplakrika í kvöld. Eyjamenn réru lífróður því allt annað en sigur hefði þýtt sumarfrí fyrir Íslandsmeistarana. Skemmst er frá því að segja að Eyjamenn náðu að afstýra því með glæsibrag. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en undir lokin komust FH-ingar yfir. En Eyjaliðið […]

Ég veit þú kemur

hbh_280424

Ferðamenn eru nú teknir að streyma til Eyja, enda komið sumar. Halldór B. Halldórsson fór um eyjuna í dag og sýnir okkur myndband frá ferð sinni, við undirleik Laufeyjar, sem syngur eyjalagið ódauðlega, Ég veit þú kemur. (meira…)

Eyjamenn með bakið upp við vegg

DSC_1508

Þriðja viðureign ÍBV og FH fer fram í dag, sunnudag. Leikið er í Kaplakrika, en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir FH-inga. Það er því ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá ÍBV í dag, ef ekki – tekur við sumarfrí hjá liðinu. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að nú sé þörf […]

Kínverjar áhugasamir um göng til Eyja

sandoy-gongin_faereyjar

He Rulong, sendi­herra Kína á Íslandi, seg­ir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veru­leika á næstu þrem­ur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veru­leika fyrr. Þetta kom fram í há­deg­is­verðarboði í kín­verska sendi­ráðinu í vikunni og greint var frá […]

Heimaklettur í dag

innsigling_ur_lofti_hbh_skjask

Hvað er betra enn að skella sér í göngu á Heimaklett í blíðu líkt og lék við Eyjamenn í dag. Þeir sem ekki treysta sér á klettinn geta séð klettinn úr lofti í þessu skemmtilega myndbandi frá Halldóri B. Halldórssyni. (meira…)

Leggja til að framkvæmdinni verði flýtt

horgeyrargardur_2024_c

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lögðu fram – á fundi framkvæmda- og hafnarráðs – vinnugögn varðandi styttingu á Hörgaeyrargarði um 40 metra sem framkvæmt yrði á þessu ári. Til þess að styttingin geti orðið að veruleika þarf að vinna deiliskiplag, sækja um framkævmdaleyfi og óska eftir tilfærslu á fjármagni úr þriggja ára áætlun yfir í […]

Stóri plokkdagurinn

plokk_DSC_1258

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Dagurinn byrjar kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem […]

Snýr aftur til Eyja

Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp í Búlgaríu. Hún er 25 ára markvörður sem var varamarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð. Hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum um nokkurt skeið og kom upphaflega til ÍBV frá Clayton State háskólanum, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. ÍBV hefur leik […]

Gullver landar í Eyjum

gullver_eyjar_ads

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Vestmannaeyjum á síðasta degi vetrar. Aflinn var 85 tonn, meirihlutinn ýsa en einnig karfi. Rætt er við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvort ekki hefði gengið vel að fiska. „Jú, það er ekki hægt að segja annað. Staðreyndin er sú að […]

Aðstaða fyrir ekjufraktskip í pípunum

DCIM100MEDIAYUN00061.jpg

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fjallaði um hugmyndir um endurbygginigu Gjábakkakants á fundi sínum í vikunni. Áður hafði hafnarstjóra verið falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.