Aðalfundi ÍBV frestað

20220831_202353

Búið er að fresta aðalfundi ÍBV-íþróttafélags, sem upphaflega var auglýstur þann 1.maí nk. Ný dagsetning er fimmtudaginn 9. maí kl 18:00 í Týsheimilinu. Fram kemur í auglýsingu á vef félagsins í dag að framboð til aðalstjórnar skulu hafa borist til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist […]

Herjólfur fellir niður ferðir vegna árshátíðar

herjolfur_b-3.jpg

Herjólfur ohf. hefur gefið út skerta áætlun um næstu helgi vegna árshátíðar starfsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir: Breytt siglingaáætlun 27-28.apríl v/árshátíðar starfsmanna. 27.apríl Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09.30, 12:00, 14:30, 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15 28.apríl Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30, 12:00, 14:30,17:00, 19:30, 22:00 Brottför frá Landeyjahöfn […]

Viltu hafa áhrif?

leikhopurinn_lotta_stakko

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna síðari úthlutunar “Viltu hafa áhrif 2024?” Markmið Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má […]

Hanna Carla stýrir samræmingu svæðisstöðva

unnamed (2)

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðisskrifstofa íþróttahéraða. Um er að ræða tímabundna ráðningu en Hanna Carla hóf störf í byrjun mars. Hanna Carla verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal. Hanna Carla Jóhannsdóttir er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í […]

Fjárfesting í fiskeldi aldrei meiri

seidastod_laxey_apr_24_IMG_4538

Fáar atvinnugreinar hér á landi hafa verið í jafn mikilli sókn á undanförnum árum og fiskeldi. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað kemur eðlilega ekki til af sjálfu sér enda liggur gríðarleg vinna og fjármagn að baki við skipulag og framkvæmdir af hálfu fyrirtækjanna. Þetta kemur fram kemur í Radarnum – fréttabréfi SFS. […]

Addi í London kveður VSV

Addi_i_london_vsv_is

Addi í London (Ísleifur Arnar Vignisson) á að baki langan og farsælan starfsferil í sjávarútvegnum. Fyrst hjá Fiskiðjunni og síðan hjá Vinnslustöðinni. Hann hefur nú unnið sinn síðasta vinnudag hjá VSV og af því tilefni er litið yfir feril hans í viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Viðtalið má einnig lesa hér að neðan. „Ég varð sjötugur 21. […]

Bærinn og Viska í samstarf um Mey

Vestmannaeyjabær og Viska hafa gert með sér samstarfssamning vegna Mey – kvennaráðstefnu þar sem markmiðið er að styðja við kraft kvenna, efla menningarlíf og lengja ferðaþjónustutímabilið. Samningurinn var af Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Minnu Björk Ágústsdóttur, forstöðumanni Visku, að því er segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Mey var haldin í fyrsta skipti í fyrra […]

Lagnir teknar á land

IMG_4519

Nú standa yfir framkvæmdir við smábátabryggjurnar í Vestmannaeyjahöfn. Búið er að flytja til stórgrýti og nú er verið að moka upp efni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra er verið að moka til að taka í land frárennslislagnirnar sem búið er að moka fyrir þvert yfir höfnina. Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í gær. (meira…)

Hjólum inn í sumarið…

IMG_4485

Sumarið er á næsta leiti og ekki úr vegi að fara að huga að reiðhjólum og pallasmíði fyrir veðurblíðuna í sumar. Verslun Skipalyftunnar býður upp á úrval reiðhjóla af ýmsum stærðum og gerðum.  Þar má fá hjól og hjálma fyrir börnin, unglingana sem og fullorðna. Einnig má fá pallaefnið og allt sem þarf í pallasmíði […]

Fimm verkefni hljóta styrk

Barn_leikskoli_IMG_1970_minni

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja fór deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála bæjarins yfir umsóknir í Þróunarsjóð leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2024. Alls bárust átta umsóknir í sjóðinn þetta árið. Fimm verkefni hljóta styrk að heildarupphæð 4.350.000,-. Í niðurstöðu er umsækjendum þakkað fyrir umsóknirnar, sem verður svarað fyrir 30. apríl nk. eins og reglur sjóðsins […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.