Vestmannaeyjabær og Viska hafa gert með sér samstarfssamning vegna Mey – kvennaráðstefnu þar sem markmiðið er að styðja við kraft kvenna, efla menningarlíf og lengja ferðaþjónustutímabilið.
Samningurinn var af Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Minnu Björk Ágústsdóttur, forstöðumanni Visku, að því er segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.
Mey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem stór hópur kvenna kom saman til að næra sig á líkama og sál. Ráðstefnan tókst með eindæmum vel og verður hún nú haldin í annað sinn nk. laugardag og eru yfir 100 konur þátttakendur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst