Mikil viðhaldsþörf

Hákon Helgi Bjarnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja mætti á fund fjölskyldu- og tómstundarráðs í síðustu viku og gerði grein fyrir stöðu Íþróttamiðstöðvarinnar. Íþróttamiðstöðin er ein af þeim stofnunum bæjarins sem að mjög stór hópur bæjarbúa sækir dags daglega. Mikil viðhaldsþörf er hjá Íþróttamiðstöðinni og mikill tími og kostnaður sem fer í lagfæringar. Undirbúningur er hafinn að […]
Fyrri ferð dagsins til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Landeyjahafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00þ Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag skv. áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. (meira…)
Landsvirkjun og Laxey semja

Landsvirkjun og Laxey ehf. hafa gert með sér samning um sölu og kaup á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Um er að ræða hátækni matvælaframleiðslu með afar lágt kolefnisspor. Í sameiginlegri tilkynningu segir að verkefnið verði byggt upp í áföngum á næstu árum og nær fullri stærð 2030. Afhending raforku samkvæmt […]
Landeyjahöfn í dag – Þorlákshöfn á morgun

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15. Á morgun, þriðjudag siglir Herjólfur til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu […]
Arnór í atvinnumennsku

Arnór Viðarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Arnór hittir þar fyrir Guðmund Þ. Guðmundsson sem þjálfar liðið en einnig leikur Einar Þorsteinn Ólafsson með liðinu. Hann lýkur tímabilinu með ÍBV og gengur til liðs við Fredericia í sumar. Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með […]
Erfitt að fá fólk í ungmennaráð

Ungmennaráð Vestmannaeyja var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs í liðinni viku. Ráðð ræddi nauðsyn þess að endurvekja ungmennaráð og mikilvægi virkrar þátttöku ungmenna í aðkomu að lýðræðislegri þátttöku og áhrifum á stjórnun sveitarfélagsins. Erfiðlega hefur gengið að finna einstaklinga í ráðið, að því er fram kemur í fundargerð fjölskyldu- og tómstundarráðs. Ráðið ítrekar […]
HS Veitur hafa hækkað eigið fé handvirkt um 6,4 milljarða

Í síðustu viku óskaði Eyjar.net eftir því frá HS Veitum að fá svör við spurningum sem lagðar voru fyrir forsvarsmenn félagsins í þeim tilgangi að varpa ljósi á gjaldskrá félagsins. Félagið vildi ekki svara spurningunum né veita gögn um rekstur og efnahag veitustarfsemi sinnar hér í Eyjum sem hefur einkaleyfi fyrir þeirri starfsemi frá íslenska […]
Fimm tillögur samþykktar

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram til samþykkis, afgreiðslur fundar umferðarhóps sem haldinn var þann 26. febrúar sl. Málin sem tekin voru fyrir á fundinum voru eftirfarandi: 1. Hásteinsvegur – hraðakstur 2. Heimagata – hraðakstur 3. Gatnamót Strandvegur – Heiðarvegur 4. Garðavegur – gangstétt 5. Bílastæði við Strandveg 89-97 1. Hásteinsvegur […]
Öruggur sigur ÍBV – myndir

Næstsíðasta umferð Olís deildar hvenna var leikin í gærkvöld. ÍBV vann þá Fram með sex marka mun, 29:23, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. ÍBV var öruggt í fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn, og hafði því að litlu að keppa. Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir í gær. (meira…)
Eló í öðru sæti

Eyjamenn áttu tvö atriði í úrslitum Músíktilrauna sem fram fóru í gær. Annars vegar var það stelpnabandið Þögn og hins vegar Elísabet Guðnadóttir (Eló). Elísabet varð í öðru sæti keppninar og hlaut auk þess höfundaverðlaun FTT. Frábær árangur hjá þessari efnilegu tónlistarkonu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Vampíra í fyrsta sæti Músíktilraunirnar […]