Arnór í atvinnumennsku
18. mars, 2024
Arnor_ibv_DSC_6463 (1)_op
Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Arnór Viðarsson hef­ur skrifað und­ir þriggja ára samn­ing við danska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Fredericia. Arnór hittir þar fyrir Guðmund­ Þ. Guðmunds­son sem þjálf­ar liðið en einnig leikur Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son með liðinu. Hann lýk­ur tíma­bil­inu með ÍBV og geng­ur til liðs við Fredericia í sum­ar.

Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með liðinu 2020 og Íslandsmeistari með liðiniu núna í fyrra. Arnór var nýverið valinn íþróttamaður Vestmannaeyja.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir: „Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Arnór er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar.“

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst