Arnór Viðarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Arnór hittir þar fyrir Guðmund Þ. Guðmundsson sem þjálfar liðið en einnig leikur Einar Þorsteinn Ólafsson með liðinu. Hann lýkur tímabilinu með ÍBV og gengur til liðs við Fredericia í sumar.
Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með liðinu 2020 og Íslandsmeistari með liðiniu núna í fyrra. Arnór var nýverið valinn íþróttamaður Vestmannaeyja.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir: „Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Arnór er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst