37 ára tilraun sem mistókst

Langafi minn kom til Eyja í upphafi síðustu aldar og gerðist útgerðamaður. Þá var allt með öðrum brag en í dag og lífsbaráttan hörð en ef maður ber saman fiskveiðar fyrir 100 árum síðan og svo aftur fiskveiðar í dag og sömuleiðis kvótakerfið, þá var veiðifyrirkomulagið mjög einfalt í gamla daga þó aðbúnaður sjómanna hafi […]

Hlaðvarpið – Gísli Stefánsson

Í tuttugasta og sjötta þætti er rætt við Gísla Stefánsson um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um líf sitt, fjölskylduna, tónlistina, kirkjustarfið, pólitík og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um Kirkjubæ, sem er unnin úr heimildum úr bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Vestmannaeyjar byggð og eldgos, […]

Orkan og tækifæri komandi kynslóða

Ekkert stjórnmálaafl á lengri sögu í náttúruvernd en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er óumdeilt.  Rafvæðing þéttbýlis, hitaveita í stað kolakyndingar, uppbygging flutningskerfa raforku eru allt verkefni sem lutu stjórn eða voru ákveðin af Sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum. Á þeirri löngu vegferð leit Sjálfstæðisflokkurinn aldrei til baka og enn má setja stefnuna í eitt orð: ÁFRAM! Ísland […]

Enn og aftur um gangnagerð

Stundum þegar ég tek mér penna í hönd minnist ég þeirra sem eyjuna byggðu snemma á síðustu öld. Fólkið sem andaði að sér frelsinu. Frelsinu sem forfeður þeirra dreymdi um kynslóð fram af kynslóð en nú var loksins komið í höfn.  Leiðin lá þangað sem mest var úr bítum að hafa, þó hætturnar biðu við […]

Hlaðvarpið – Svavar Steingrímsson

Í tuttugasta og fimmta þætti er rætt við Svavar Steingrímsson um líf hans og störf. Svabbi, eins og við eyjamenn þekkjum sem, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, rifjar upp lífið þegar hann var ungur og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um Vilborgarstaði, sem er  er unnin […]

Forgangsmál Flokks fólksins

Þar sem undirritaður hefur ákveðið að taka sæti á framboðslista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, er rétt að kynna fyrir kjósendum forgangsmál flokksins. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Nýtt almannatryggingakerfi og afnám skerðinga! Lágmarksframfærsla verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við munum koma á […]

Hlaðvarpið – Heba Rún Þórðardóttir

Í tuttugasta og fjórða þætti er rætt við Hebu Rún Þórðardóttur um líf hennar og störf. Heba Rún ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, hvernig er að koma inní samfélagið í Vestmannaeyjum, rifjar upp fyndna sögu, þegar hún tók þátt hún tók þátt í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni.  Einnig ræðir hún við okkur um unglingana […]

Pólitíkin og Hafró

Arthúr Bogason er með mjög athyglisverða grein um daginn, þar sem hann fjallar um þá staðreynd að tjón þjóðarinnar vegna núverandi kvótakerfis og ráðgjafar Hafró, í þeim efnum, nemur hundruðum milljarða frá því 1984.  En skoðum aðeins vandamálið frá sjónarhorni Hafró, með mínum augum, en svona leit fyrsta úthlutun 1984 út, ég ætla að sleppa […]

Hlaðvarpið – Silja Elsabet Brynjarsdóttir

Í tuttugasta og þriðja þætti er rætt við Silju Elsubetu Brynjarsdóttur um líf hennar og störf. Silja Elsabet, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, söngnámið og margt fleira.  Einnig munum við fá að heyra Silju Elsubetu flytja lagið Ágústnótt af nýja disknum sem hún var að gefa út ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Diskurinn […]

Hlaðvarpið – Katrín Laufey Rúnarsdóttir

Í tuttugasta og öðrum þætti er rætt við Katrínu Laufeyju Rúnarsdóttur um líf hennar og störf. Kata Laufey, eins og hún er kölluð, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, hvernig samfélagið tók henni þegar hún flutti til eyja, Tígul og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesið stutt ágrip um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.