„Gjört í Vest­manna­eyj­um“

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var staddur á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í júní síðastliðnum. Hann var þar að hvetja son sinn til dáða sem keppti á mótinu. Á sama tíma staðfesti forsetinn 27 lög sem Alþingi hafði samþykkt. Undirritaði Guðni lögin föstudaginn 25. júní og er það tekið fram á skjölunum sem birst hafa í […]

Goslokahátíðin á Instagram

Hin árlega Goslokahátíð fór fram síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Margt var um manninn og ljóst að fólk sótti Eyjarnar heim. Mikið birtist af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem teknar voru á Goslokum og sýnlegar almenningi. View this post on Instagram A post shared by Tónafljóð (@tonafljod.band) View this post […]

Flamenco í Vestmannaeyjum

Flamenco á Íslandi!

Flamenco sýning verður haldin í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum sunnudagskvöldið 11. júlí. Verkefnið Flamenco á Íslandi er að fara fram í þriðja skiptið. Flamenco sýningar verða haldnar víða um land með íslenskum og spænskum listamönnum. Tilefni sýninganna er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljóplötunnar sem Reynir Hauksson gaf út í fyrra. Sýningarnar áttu að fara fram síðasta vor […]

“Það er eðlilegt að okkur svíði”

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem bættist við hóp gagnrýnenda hlaðvarpsins “Eldur og Brennisteinn” í gær. Eyjafréttir höfðu greint frá því að Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri sveitarfélagsins, hefði gagnrýnt ummæli í þættinum harkalega í færslu sinni sem bar titilinn “Nú er mál að linni!”. Ástæða gagnrýninnar voru ljót orð sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins, […]

Undirskriftir fyrir Ingó

Ritstjóri vefmiðilsins Eyjar.net, Tryggvi Már Sæmundsson, hefur efnt til undirskriftasöfnunar vegna þeirrar ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar að afbóka Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Eins og fastagestum hátíðarinnar er kunnugt átti Ingó að stýra hinum vinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu að vanda. Einnig hafði komið fram í tilkynningu fyrir helgi að Ingó yrði hluti af dagskrá laugardagsins þar sem hann […]

Biður fólk um að sýna tillit

Halldór Björn Sæþórsson

Hæ ég heiti Halldór Björn og er 10 ára. Ég er með genagalla sem veldur því að ég hef minni orku í fótunum en jafnaldrar mínir og nota því rafmagnshjólastól til að fara á milli staða. Eins og þið flest vitið eru nýlega komin Hopp-hjól til Eyja. Flestir eru mjög glaðir, en ekki ég og […]

Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)

Eyjatónleikar færðir til 1. maí

Í ljósi aðstæðna hafa aðstandendur Eyjatónleikanna, sem fara áttu fram 23.janúar næstkomandi, ákveðið í samráði við Hörpu tónlistarhús, að færa tónleikana til laugardagskvöldsins 01.maí 2021. Um leið verður smá breyting á söngvarahópnum, Helgi Björns og Silja eru því miður upptekin í öðrum verkefnum en í staðinn koma inn Brekkusöngsstjórnandann Ingó Veðurguð og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, […]

Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér sameiginlega bókun á fundi sínum í síðustu vikur þar lýsir bæjarstjórn yfir miklum vonbrigðum með þá óásættanlegu stöðu sem skapaðist í síðustu viku þegar björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki til taks frá fimmtudegi til sunnudags vegna viðhalds og verkfalls flugvirkja. Vestmannaeyjar eru eyjasamfélag sem reiða sig, við erfiðar veðurfarslegar aðstæður, á […]

Kap tekur þátt í loðnumælingum

Ráðgert er að halda til loðnumælinga um næstu helgi á fjórum veiðiskipum. Mælingarnar eru samstarfsverkefni SFS, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða, og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöður loðnukönnunar á grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Polar Amaroq sem lauk í síðustu viku sýndu austlægari útbreiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.