Flamenco í Vestmannaeyjum

Flamenco sýning verður haldin í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum sunnudagskvöldið 11. júlí. Verkefnið Flamenco á Íslandi er að fara fram í þriðja skiptið. Flamenco sýningar verða haldnar víða um land með íslenskum og spænskum listamönnum. Tilefni sýninganna er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco hljóplötunnar sem Reynir Hauksson gaf út í fyrra. Sýningarnar áttu að fara fram síðasta vor […]
“Það er eðlilegt að okkur svíði”

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem bættist við hóp gagnrýnenda hlaðvarpsins “Eldur og Brennisteinn” í gær. Eyjafréttir höfðu greint frá því að Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri sveitarfélagsins, hefði gagnrýnt ummæli í þættinum harkalega í færslu sinni sem bar titilinn “Nú er mál að linni!”. Ástæða gagnrýninnar voru ljót orð sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins, […]
Undirskriftir fyrir Ingó

Ritstjóri vefmiðilsins Eyjar.net, Tryggvi Már Sæmundsson, hefur efnt til undirskriftasöfnunar vegna þeirrar ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar að afbóka Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Eins og fastagestum hátíðarinnar er kunnugt átti Ingó að stýra hinum vinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu að vanda. Einnig hafði komið fram í tilkynningu fyrir helgi að Ingó yrði hluti af dagskrá laugardagsins þar sem hann […]
Biður fólk um að sýna tillit

Hæ ég heiti Halldór Björn og er 10 ára. Ég er með genagalla sem veldur því að ég hef minni orku í fótunum en jafnaldrar mínir og nota því rafmagnshjólastól til að fara á milli staða. Eins og þið flest vitið eru nýlega komin Hopp-hjól til Eyja. Flestir eru mjög glaðir, en ekki ég og […]
Goslokahelgin (myndir)

Sólin lék við gesti hátíðarinnar um helgina. Margt var um manninn og mikið um að vera. Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem náðust af mannlífinu föstudag, laugardag og sunnudag. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur (meira…)
Eyjatónleikar færðir til 1. maí

Í ljósi aðstæðna hafa aðstandendur Eyjatónleikanna, sem fara áttu fram 23.janúar næstkomandi, ákveðið í samráði við Hörpu tónlistarhús, að færa tónleikana til laugardagskvöldsins 01.maí 2021. Um leið verður smá breyting á söngvarahópnum, Helgi Björns og Silja eru því miður upptekin í öðrum verkefnum en í staðinn koma inn Brekkusöngsstjórnandann Ingó Veðurguð og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, […]
Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér sameiginlega bókun á fundi sínum í síðustu vikur þar lýsir bæjarstjórn yfir miklum vonbrigðum með þá óásættanlegu stöðu sem skapaðist í síðustu viku þegar björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki til taks frá fimmtudegi til sunnudags vegna viðhalds og verkfalls flugvirkja. Vestmannaeyjar eru eyjasamfélag sem reiða sig, við erfiðar veðurfarslegar aðstæður, á […]
Kap tekur þátt í loðnumælingum

Ráðgert er að halda til loðnumælinga um næstu helgi á fjórum veiðiskipum. Mælingarnar eru samstarfsverkefni SFS, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða, og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöður loðnukönnunar á grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Polar Amaroq sem lauk í síðustu viku sýndu austlægari útbreiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma […]
Bæjarráð skorar á Reykjavíkurborg

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg hafi krafið Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum og ætli að halda þeirri kröfu til streitu, þrátt fyrir að ríkið hafi hafnað henni. Ljóst er að muni krafan ná fram að ganga munu sveitarfélögin […]
Hágæða vörur með nærgætni við umhverfið

As We Grow var stofnað árið 2012 og hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að hanna og framleiða hágæða vörur með nærgætni við umhverfi. Agnes Hildur Hlöðversdóttir hjá As we Grow ræddi við Eyjafréttir um fyrirtækið. Póley hefur selt vörur frá As We Grow í rúm fjögur ár. “Vörunum hefur verið mjög vel tekið […]