Drangavík VE-80, ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, varð vélarvana á mánudaginn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar.
Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV: „Það varð tjón á vélinni. Þannig að þetta er sennilega talsvert mikið tjón. Véin hefur skemmst talsvert, það liggur alveg fyrir. Þetta eru alltaf einhverjar vikur í viðgerð.“
Rífa þarf vél bátsins í sundur til þess að greina bilunina og umfang þess tjóns sem orðið hefur. „Auðvitað er það alltaf helvítis tjón þegar vél bilar og ef það er í vondum aðstæðum þá er það hræðilegt. Það fór allt vel, engin hætta hjá áhöfninni og enginn slysahætta en þetta er helvítis rassgat,“ bætti Sigurgeir við.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst